Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 47

Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 47
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 47 VIII Verðlagsþróun og verðbólguhorfur Eftir hraða hjöðnun verðbólgu á vormánuðum hefur hægt á þeirri þróun síðustu mánuði. Í október mældist tólf mánaða verðbólga 9,7%. Minnkandi verðbólgu á síðustu mánuðum má að miklu leyti rekja til þriggja þátta: Áhrif mikillar gengislækkunar á vormánuðum 2008 hafa verið að fjara út úr tólf mánaða mælingunni, innlendur verðbólguþrýstingur er lítill og fasteignaverð hefur lækkað. Hjöðnun verðbólgunnar hefur þó gengið hægar fyrir sig en vonir stóðu til fram- an af ári og má rekja það til veikingar krónunnar yfir sumarmánuðina. Verðbólguvæntingar virðast einnig hafa aukist á ný í kjölfar geng- islækkunarinnar, auk þess sem breytingar á veltusköttum munu hafa nokkur áhrif á mælda verðbólgu. Útlit er fyrir að verðbólga gangi nokkuð hratt niður á komandi misserum og verði lítil á seinni hluta spátímans. Mikill framleiðsluslaki í þjóðarbúskapnum dregur úr innlendum kostnaðarþrýstingi sem heldur aftur af hækkun verðlags. Reiknað er með að undirliggjandi verðbólga verði við verðbólgumarkmið Seðlabankans á seinni hluta næsta árs. Eins og áður er forsendan um að gengi krónunnar haldist nokkuð stöðugt út næsta ár en taki síðan að styrkjast þegar líður á spátímann helsti óvissuþáttur spárinnar. Auk þess er umtalsverð óvissa fólgin í áhrifum tekjuöflunaraðgerða ríkissjóðs á mælda verðbólgu. Að síðustu ríkir nokkur óvissa um þróun framleiðni á næstunni og þar með um undirliggjandi verðbólguþrýsting frá launakostnaði. Hjöðnun verðbólgu heldur áfram Í kjölfar gengisfalls krónunnar jókst tólf mánaða verðbólga mikið og náði hámarki í janúar sl. þegar hún mældist 18,6%. Í október hækk- aði vísitalan um 1,14% frá fyrra mánuði og mældist tólf mánaða verðbólga 9,7%. Leiðrétt fyrir áhrifum hækkana óbeinna skatta mæld- ist verðbólgan hins vegar 8,8%. Skýrist minnkun verðbólgunnar að nokkru leyti af grunnáhrifum, en auk þess hafa áhrif húsnæðisverðs á verðbólgu verið umtalsverð. Það sést á því að í október mældist tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis 13,5%. Dregið hefur minna úr hjöðnun verðbólgunnar á þann mælikvarða en sé horft til vísitölunnar í heild, en ætla má að þróun gengis krónunnar ráði þar mestu. Undirliggjandi verðbólga, miðað við kjarnavísitölu 3, hjaðnaði hægar en mæld verðbólga framan af árinu, en árshækkun hennar nam 11,2% í október. Árstíðaleiðrétt þriggja mánaða verðbólga á ársgrunni hefur hækkað mikið á síðustu mánuðum. Þessi mælikvarði hefur verið mjög sveiflukenndur en getur gefið vísbendingu um hvernig verðbólguþrýstingur þróast. Í október mældist ársverðbólga á þennan mælikvarða 9,3% og hækkaði nokkuð frá fyrra mánuði. Til samanburðar fór verðbólga á þennan mælikvarða niður fyrir eitt prósent í vor og því ljóst að verðbólguþrýstingur jókst umtalsvert á seinni hluta ársins. Áhrif gengislækkunar og efnahagssamdráttar vegast á Þegar horft er til undirliða vísitölu neysluverðs má sjá að þróun ein- stakra liða er nokkuð ólík innbyrðis. Ætla mætti að verðþróun heima- Mynd VIII-1 Verðbólga janúar 2001 - október 20091 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 200920082007200620052004200320022001 12 mánaða breyting (%) 1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu, kjarnavísitala 1 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í kjarnavísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið. Kjarnavísitala 3 undanskilur til viðbótar áhrif af breytingum raunvaxta. Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Kjarnavísitala 3 Verðbólgumarkmið Mynd VIII-2 Þriggja mánaða árstíðarleiðrétt verðbólga janúar 2001 - október 2009 -5 0 5 10 15 20 25 30 200920082007200620052004200320022001 % Þriggja mánaða verðbólga Þriggja mánaða verðbólga á ársgrunni Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 12 mánaða breyting (%) Mynd VIII-3 Verðlagsþróun Húsnæði og þjónusta Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitala neysluverðs Húsnæði Almenn þjónusta Opinber þjónusta -10 -5 0 5 10 15 20 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.