Peningamál - 01.11.2009, Page 61

Peningamál - 01.11.2009, Page 61
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 61 Hinn 13. ágúst ákvað peningastefnunefnd að halda veðlánavöxtum óbreyttum í 12,0%. Hinn 14. ágúst tilkynnti fjármálaráðuneytið að fjármögnun Íslands- banka og Nýja Kaupþings af hálfu ríkisstjórnar Íslands hefði verið tryggð. Hún var samþykkt á hlutahafafundum og í samræmi við fyrir- ætlanir sem greint hafði verið frá 20. júlí. Eigið fé bankanna var lagt fram í formi ríkisskuldabréfa og samsvaraði u.þ.b. 12% eiginfjárhlut- falli. Hinn 28. ágúst samþykkti Alþingi lög nr. 98/2009 um breytingar á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands. M.a. fl ytjast verkefni tengd efnahagsstjórn frá forsætis- og fjármálaráðu- neytum til efnahags- og viðskiptaráðuneytis, þar með talin yfi rumsjón með Hagstofu Íslands og Seðlabanka Íslands. Neytendamál og fast- eignaskráning fl ytjast til dóms- og mannréttindaráðuneytis, en eign- arhald á þeim ríkisjörðum og opinberum fyrirtækjum sem hafa verið vistuð annars staðar, fl yst til fjármálaráðuneytisins. Hinn 28. ágúst samþykkti Alþingi lög nr. 96/2009 um heimild til fjár- málaráðherra til að veita ábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. Heimildinni fylgdu fyrirvarar, þeir helstir að um- samin skilyrði frá 14. nóv. 2008, svonefnd Brussel-skilyrði um tillit til sérstakra aðstæðna á Íslandi giltu um samninginn, að eignir ríkisins nytu friðhelgi samkvæmt þjóðarétti og að árlegar greiðslur til Bretlands yrðu í mesta lagi 4% af uppsöfnuðum hagvexti frá 2008 en 2% til Hollands. September Hinn 3. september birti Fitch Ratings lánshæfi smat fyrir Ísland. Ein- kunnir eru óbreyttar frá október 2008, A- fyrir innlendar lántökur, BBB- fyrir erlendar langtímalántökur og F3 fyrir erlendar skammtíma- lántökur. Horfur eru áfram taldar neikvæðar. Innlenda einkunnin er hærri en sú erlenda vegna þess að innlendur skuldabréfamarkaður er álitinn tiltölulega styrkur. Hinn 4. september tilkynnti fjármálaráðuneytið að íslensk stjórnvöld og skilanefnd Kaupþings hefðu undirritað samning um uppgjör vegna eigna sem færðar voru úr Kaupþingi yfi r í Nýja Kaupþing í október 2008. Er hann í samræmi við samkomulag sem kynnt var 20. júlí 2009. Eins og tilkynnt var þann 14. ágúst, veitti ríkissjóður Nýja Kaupþingi eigið fé í formi ríkisskuldabréfa upp á 72 milljarða króna sem samsvar- ar u.þ.b. 12% eiginfjárhlutfalli. Samningurinn fól í sér, líkt og tilkynnt var þann 20. júlí, að skilanefnd Kaupþings, að undangengnu samráði við kröfuhafa, eignaðist 87% hlutafjár í Nýja Kaupþingi. Þar með yrði hlutur íslenska ríkisins 13% og stór hluti eiginfjárframlags þess gengi til baka. Nýti kröfuhafar sér ekki þennan kost nú mun íslenska ríkið áfram verða eigandi bankans en kröfuhafar munu þó hafa kauprétt á allt að 90% hlutafjár í bankanum á árunum 2011 til 2015 á kjörum sem tryggja ríkinu eðlilegt endurgjald fyrir fjárfestingu sína í bankanum.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.