Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 9
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
2
9
EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR
skýring hækkunarinnar undanfarið vera væntingar um mjög ríflegar
launahækkanir í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hafa verðbólguvænt-
ingar hækkað hraðar undanfarið en þær gerðu í tengslum við kjara-
samninga vorið 2011. Þá hækkuðu laun mikið en hækkanir sem nú eru
til umræðu eru talsvert meiri en þá var samið um (sjá rammagrein 2).
Laun hækkuðu um tæplega 6% í fyrra á sama tíma og fyrir-
liggjandi mælingar benda til að framleiðni vinnuaflsins hafi nokkurn
veginn staðið í stað. Hækkun launakostnaðar á framleidda einingu
var því töluverð í fyrra og samkvæmt grunnspánni eru horfur á að
svo verði áfram á meginhluta spátímans. Gert er ráð fyrir að launa-
kostnaður á framleidda einingu hækki um u.þ.b. 4% á ári að meðaltali
á spátímanum sem er lítillega meira en spáð var í febrúar og nokkuð
umfram það sem getur samrýmst verðstöðugleika til lengri tíma litið
(mynd I-10).
Eftir því sem áhrif lækkunar olíuverðs að undanförnu á mælda
verðbólgu fjara út er líklegt að ríflegar launahækkanir og aukin fram-
leiðsluspenna valdi því að verðbólga aukist á ný. Nú er gert ráð fyrir
að verðbólga þokist upp í markmið á seinni hluta þessa árs, sem er því
sem næst hálfu ári fyrr en spáð var í febrúar (myndir I-11 og I-12).
Samkvæmt grunnspánni heldur verðbólga áfram að aukast og verður
ríflega 3% frá miðju næsta ári og fram undir lok spátímans er hún
tekur að þokast niður í markmið á ný. Eins og rakið er hér að neðan
eru blikur á lofti á vinnumarkaði og hætta á að kjarasamningar feli
í sér töluvert meiri hækkun launa en hér er gert ráð fyrir. Verði það
niðurstaðan er hætt við því að verðbólga verði meiri en hér er spáð.
Nánar er fjallað um óvissuþætti verðbólguspárinnar hér á eftir og um
alþjóðlega verðlagsþróun og þróun innlendrar verðbólgu og verð-
bólguvæntinga í köflum II og V.
Helstu óvissuþættir
Grunnspáin endurspeglar mat á líklegustu framvindu efnahagsmála
næstu þrjú árin. Hún byggist á spám og forsendum um þróun ytra
umhverfis íslensks þjóðarbúskapar og mati á virkni einstakra markaða
og því hvernig peningastefnan miðlast út í raunhagkerfið. Um alla
þessa þætti ríkir óvissa. Hér á eftir eru taldir upp nokkrir mikilvægir
óvissuþættir.
Alþjóðlegur efnahagsbati gæti reynst veikari en grunnspá gerir
ráð fyrir
Töluvert umrót varð á alþjóðlegum fjármálamörkuðum fyrr á þessu
ári í kjölfar mikillar lækkunar olíuverðs og óvenjumikilla sveiflna í
gengi helstu gjaldmiðla. Þrátt fyrir að þessi óvissa hafi ekki mikið
breyst (mynd I-13) eru blikur á lofti sem fyrr. Þótt mikil lækkun
gengis gjaldmiðla fjölda ríkja gagnvart Bandaríkjadal sé kærkomin
búbót fyrir útflutning þeirra, hefur gengislækkunin reynt á styrk efna-
hagsreikninga í mörgum nýmarkaðsríkjum þar sem skuldsetning í
Bandaríkjadal er algeng. Væntanlegar vaxtahækkanir í Bandaríkjunum
gætu einnig aukið umrót á fjármálamörkuðum og grafið undan brot-
hættum efnahagsbata, sérstaklega ef þær færu saman við frekari
hækkun Bandaríkjadals. Áfram gætir pólitískrar óvissu, t.d. í tengslum
við átök í Austur-Evrópu og Mið-Austurlöndum, og hefur hún aukist
1. Grunnspá Seðlabankans 2. ársfj. 2015 - 2. ársfj. 2018.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-12
Verðbólga án áhrifa óbeinna skatta1
1. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2018
Breyting frá fyrra ári (%)
PM 2015/2
PM 2015/1
Verðbólgumarkmið
0
1
2
3
4
5
6
7
‘1820172016201520142013201220112010
1. Grunnspá Seðlabankans 2. ársfj. 2015 - 2. ársfj. 2018.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-11
Verðbólga1
1. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2018
Breyting frá fyrra ári (%)
PM 2015/2
PM 2015/1
Verðbólgumarkmið
0
1
2
3
4
5
6
7
8
20172016201520142013201220112010 ‘18
1. Framleiðni mæld sem landsframleiðsla í hlutfalli af heildarvinnu-
stundum. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Brotalínur sýna spá
frá PM 2015/1.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-10
Launakostnaður á framleidda einingu
og framleiðni 2008-20171
Breyting frá fyrra ári (%)
Launakostnaður á framleidda einingu PM 2015/2
Framleiðni PM 2015/2
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08