Peningamál - 13.05.2015, Page 39

Peningamál - 13.05.2015, Page 39
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 39 V Verðbólga Verðbólga hefur mælst lítil undanfarin misseri. Hún hefur þó aukist nokkuð frá byrjun þessa árs og mældist 1,4% í apríl sl. Undirliggjandi verðbólga hefur einnig aukist en er ennþá undir verðbólgumarkmiðinu á flesta mælikvarða. Megindrifkraftar verðbólgu hafa verið verðhækk- anir húsnæðis og innlendrar þjónustu en stöðugt gengi krónunnar, lítil verðbólga í viðskiptalöndum okkar og mikil lækkun olíuverðs á heims- markaði hafa dregið úr henni. Þó eru blikur á lofti einkum í tengslum við töluverðan óróa á vinnumarkaði og væntingar um miklar launa- hækkanir á næstu árum, auk óvissu tengdrar áframhaldandi hækkun húsnæðisverðs m.a. í kjölfar skuldaleiðréttingaraðgerða stjórnvalda. Þetta endurspeglast að hluta til í hækkun langtímaverðbólguvæntinga að undanförnu sem gefur jafnframt til kynna að þær skorti nægilega trausta kjölfestu við verðbólgumarkmiðið. Nýleg verðbólguþróun Verðbólga hefur verið undir markmiði í meira en ár Verðbólga mældist 1,1% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sem var rúmlega ½ prósentu meira en var spáð í febrúarhefti Peningamála. Verðlag án húsnæðis hafði hins vegar lækkað um 0,5% á fyrsta árs- fjórðungi frá fyrra ári. Frávikið frá spánni skýrist að mestu af meiri hækkun húsnæðisverðs og innlends bensínverðs en búist var við. Í kjölfar mikillar lækkunar olíuverðs á heimsmarkaði á seinni hluta 2014 lækkaði innlent bensínverð um u.þ.b. fimmtung en hefur hækkað á ný um rúmlega 9% síðan í janúar, m.a. vegna töluverðrar styrkingar Bandaríkjadals. Smitáhrif af þessari miklu lækkun olíuverðs á verðlags- þróun hjá þeim greinum sem nota mikið af olíu hafa einnig verið minni en búist var við. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,14% í apríl frá fyrri mánuði og um 1% í mars en þá hafði hún ekki hækkað um meira milli mánaða síðan í febrúar 2013. Helsta breytingin í apríl var sú að húsnæðisverð hélt áfram að hækka. Ársverðbólga mældist 1,4% eða nánast tvöfalt meiri en við útgáfu síðustu Peningamála en hins vegar tæplega 1 pró- sentu minni en í apríl 2014 (sjá mynd V-1). Ef horft er á vísitölu neyslu- verðs án húsnæðis lækkaði verðlag um 0,1% frá fyrra ári. Samræmda neysluverðsvísitalan (sem undanskilur einnig húsnæðiskostnað) hafði í mars einnig lækkað um 0,1% milli ára en í mars 2014 var 0,9% verð- bólga á þann mælikvarða. Undirliggjandi verðbólga og aðrar vísbendingar um verðbólguþrýsting Megindrifkraftar verðbólgu takmarkast enn við húsnæðis- og þjónustuliðina Undirliggjandi verðbólga hefur haldist lítil að undanförnu sem hefur bent til þess að hjöðnun verðbólgu á árinu 2014 hafi byggst á nokkuð breiðum grunni. Hún hefur þó, líkt og mæld verðbólga, heldur aukist frá útgáfu síðustu Peningamála. Ársverðbólga, mæld með kjarna- vísitölu 3 sem undanskilur áhrif óbeinna skatta, sveiflukenndra mat- Mynd V-1 Ýmsir mælikvarðar á verðbólgu Janúar 2010 - apríl 2015 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Vísitala neysluverðs án húsnæðis Samræmd vísitala neysluverðs Verðbólgumarkmið Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -2 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘1520142013201220112010 Mynd V-2 Ýmsir mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu Janúar 2010 - apríl 2015 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa1 Kjarnavísitala 4 án skattaáhrifa Kvikt þáttalíkan Verðbólgumarkmið Tölfræðilegir mælikvarðar - bil hæstu og lægstu mælingar2 1. Kjarnavísitala 3 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta, bensíns, opinberrar þjónustu og raunvaxtakostnaðar húsnæðislána. Í kjarnavísitölu 4 er að auki markaðsverð húsnæðis undanskilið. 2. Undir- liggjandi verðbólga er mæld sem vegið miðgildi og sem klippt meðaltal (e. trimmed mean) þar sem 5%, 10%, 15%, 20% og 25% þeirra undirliða sem breytast minnst og mest í verði eru undanskilin. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2010 2011 2012 2013 2014

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.