Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 25

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 25
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 25 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR fjórðungi þessa árs sem er talsverður samdráttur milli fjórðunga en svipað og á sömu ársfjórðungum tveggja síðustu ára (mynd III-12). Að Íbúðalánasjóði meðtöldum voru útlánin hins vegar einungis tæplega 100 m.kr. og hafa aldrei verið jafn lítil í einum fjórðungi frá árinu 2013. Skýrist þessi þróun af auknum upp- og inngreiðslum á lán, m.a. vegna skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda. Ef horft er fram hjá áhrifum þeirra voru hrein ný útlán til heimila svipuð og þau voru að meðaltali í fyrra. Eignaverð og fjármálaleg skilyrði Íbúðaverð hefur hækkað mikið að undanförnu … Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði á síðasta ári um 8,5% milli ára. Það hefur haldið áfram að hækka það sem af er þessu ári og var um 10% hærra á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Á sama tímabili fjölgaði þinglýstum kaupsamningum á höfuð- borgarsvæðinu um 11,5% og leiguverð hækkaði um 8,5%. Hækkun húsnæðisverðs hefur að mestu stafað af verðhækkunum fjölbýlis enda hefur verið skortur á minni íbúðum að undanförnu. Verð á sérbýli tók þó við sér á fyrsta fjórðungi ársins. Ein möguleg skýring er að eftir- spurn eftir sérbýli hafi aukist vegna þess að verðið var orðið hagstætt miðað við verð á íbúðum í fjölbýli. … en hækkunin er enn sem komið er í takt við undirliggjandi hagstærðir Hækkun íbúðaverðs milli ára á fyrsta ársfjórðungi er nokkru meiri en búist var við í síðustu Peningamálum. Hún er þó í ágætum takti við helstu efnahagsstærðir. Þannig hefur hlutfall íbúðaverðs af tekjum og byggingarkostnaði verið um eða rétt yfir langtímameðaltali sínu um nokkurt skeið (mynd III-13) ólíkt því sem sést í mörgum öðrum OECD-ríkjum. Raunverð atvinnuhúsnæðis hefur einnig hækkað … Raunverð atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig hækk- að töluvert að undanförnu og velta aukist (mynd III-14). Verðið var um 18% hærra á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra og hefur hækkað um tæplega helming frá því að það var lægst á fjórða ársfjórðungi 2011. Það er nú orðið hærra en það hefur verið að meðaltali frá árinu 1990. … og hið sama á við um hlutabréfaverð Líkt og húsnæðisverð hefur hlutabréfaverð haldið áfram að hækka. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar, OMXI8, hefur hækkað um 5½% frá áramótum en ríflega 9% þegar tekið er tillit til arðgreiðslna. Velta var rúmlega 100 ma.kr. á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem er tæplega 13% meiri velta en á sama tíma í fyrra. Tvö fasteignafélög voru skráð á markað í apríl og hefur eitt félag til viðbótar tilkynnt skráningu á árinu. Skuldir einkageirans hafa minnkað … Skuldir heimila lækkuðu um tæplega 1% að nafnvirði á milli fjórðunga á fjórða ársfjórðungi 2014 eða sem nemur um 3½ prósentu af lands- Ma.kr. Ma.kr. Mynd III-12 Hrein ný útlán innlánsstofnana til heimila og fyrirtækja1 1. ársfj. 2013 - 1. ársfj. 2015 1. Ný útlán að frádregnum inn- og uppgreiðslum eldri lána. Utan eignarhaldsfélaga. Heimild: Seðlabanki Íslands. Óverðtryggð Verðtryggð Í erlendum gjaldmiðlum Eignaleigusamningar Alls Alls að meðtöldum ÍLS Heimili Fyrirtæki -5 0 5 10 15 20 -15 0 15 30 45 60 2014 ‘152013 20142013 ‘15 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Meðaltal, 1. ársfj. 1997 - 1. ársfj. 2015 = 100 Mynd III-13 Húsnæðisverð, laun, ráðstöfunartekjur og byggingarkostnaður 1. ársfj. 1990 - 1. ársfj. 2015 Húsnæðisverð í hlutfalli við ráðstöfunartekjur Húsnæðisverð í hlutfalli við laun Húsnæðisverð í hlutfalli við byggingarkostnað 70 80 90 100 110 120 130 140 150 ‘90 ‘92 ‘94 ‘96 ‘98 ‘00 ‘02 ‘04 ‘06 ‘08 ‘10 ‘12 ‘14 1. Miðað er við kaupdag til og með maí 2006 en þinglýsingardag eftir það. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Seðlabanki Íslands. Fjöldi kaupsamninga Vísitala, 1995 = 100 Mynd III-14 Verð og velta atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu 1995-2015¹ Velta atvinnuhúsnæðis (v. ás) Raunverð atvinnuhúsnæðis (h. ás) Meðalraunvirði frá 1990 (h. ás) 0 50 100 150 200 250 300 350 0 50 100 150 200 250 300 350 ‘15‘13‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.