Peningamál - 13.05.2015, Síða 54

Peningamál - 13.05.2015, Síða 54
RAMMAGREINAR P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 54 Í ritgerðinni er þessi nýi mælikvarði borinn saman við fyrir- liggjandi mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu á Íslandi út frá fjórum eiginleikum. Í fyrsta lagi ætti mælikvarðinn að hafa sambæri- legt meðaltal og mæld verðbólga yfir lengri tíma þar sem hann á að endurspegla sömu langtímaþróun og mæld verðbólga. Í öðru lagi ætti mælikvarðinn að hafa lægra staðalfrávik þar sem undirliggjandi verðbólga á að mæla undirliggjandi leitni verðbólgu sem ætti að vera minna sveiflukennd. Í þriðja lagi ætti mælikvarðinn að hafa óbjagað forspárgildi fyrir framtíðarverðbólgu. Að síðustu ætti mælikvarði á undirliggjandi verðbólgu að vera aðgengilegur án mikillar tafar og eldri gildi hans ættu ekki að breytast mikið við að tekið sé tillit til nýrra gagna við matið. Þessi samanburður bendir til þess að undirliggjandi verðbólga samkvæmt kvika þáttalíkaninu sé betri en aðrir mælikvarðar þegar horft er á tímabilið frá mars 1997 (eins langt aftur og kjarnavísitölur 1 og 2 ná) að því leyti að hann hefur sama meðaltal og verðbólga samkvæmt vísitölu neysluverðs, líkt og kjarnavísitölurnar, en staðal- frávikið er lægra. Þegar horft er á styttri tímabil sem svara til fyrstu mælinga annarra mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu nær kvika þáttalíkanið meðaltali verðbólgu verr en er almennt sá mælikvarði sem hefur lægst staðalfrávik en kjarnavísitölurnar hafa sambærilegt eða jafnvel hærra staðalfrávik en mæld verðbólga. Klipptu meðal- tölin og vegna miðgildið hafa lægra staðalfrávik en mæld verðbólga en ná meðaltali verðbólgu illa. Þeir mælikvarðar hafa hins vegar mestu fylgnina við framleiðsluspennuna sem oft er talin hafa for- spárgildi fyrir framtíðarþróun verðbólgu þar sem hún er mælikvarði á innlendan eftirspurnarþrýsting. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að af öllum mælikvörð- unum eru það aðeins kvika þáttalíkanið og kjarnavísitala 1 sem hafa óbjagað forspárgildi fyrir mælda verðbólgu. Að auki virðist þróun þessara tveggja mælikvarða ekki ákvarðast af þróun mældrar verð- bólgu og þeir því veikar ytri (e. weakly exogenous) stærðir með tilliti til mældrar verðbólgu. Hins vegar eru breytingar í mati á undirliggj- andi verðbólgu á tilteknum tíma þegar nýjum gögnum er bætt við einn af göllum kviks þáttalíkans. Niðurstöður rannsóknarinnar benda þó til þess að matið á undirliggjandi verðbólgu hér á landi breytist lítið við endurmat þegar ný gögn eru birt. Það er því hérlendis líkt og annars staðar að enginn einn mæli- kvarði á undirliggjandi verðbólgu skarar fram úr á öllum sviðum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda þó til þess að mælikvarðinn samkvæmt kviku þáttalíkani ætti að vera góð viðbót við þá mæli- kvarða sem nú þegar er fylgst með í Seðlabankanum. Mynd 2 Ýmsir mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu Janúar 2010 - apríl 2015 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa1 Kjarnavísitala 4 án skattaáhrifa Kvikt þáttalíkan Verðbólgumarkmið Tölfræðilegir mælikvarðar - bil hæstu og lægstu mælingar2 1. Kjarnavísitala 3 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta, bensíns, opinberrar þjónustu og raunvaxtakostnaðar húsnæðislána. Í kjarnavísitölu 4 er að auki markaðsverð húsnæðis undanskilið. 2. Undir- liggjandi verðbólga er mæld sem vegið miðgildi og sem klippt meðaltal (e. trimmed mean) þar sem 5%, 10%, 15%, 20% og 25% þeirra undirliða sem breytast minnst og mest í verði eru undanskilin. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2010 2011 2012 2013 2014 ‘15

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.