Peningamál


Peningamál - 13.05.2015, Qupperneq 32

Peningamál - 13.05.2015, Qupperneq 32
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 32 INNLENT RAUNHAGKERFI sinn í apríl sl. Í áætluninni er gert ráð fyrir afgangi á heildarjöfnuði sem nemur 0,5% af landsframleiðslu á næsta ári og 1,7% árið 2017. Það er lítillega meira en gert var ráð fyrir í þeirri langtímaáætlun sem birt var með fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Sömu sögu er að segja af frumjöfnuði en áætlað er að hann nemi 3,4% af landsframleiðslu á næsta ári og 4,2% árið 2017. Áfram er áætlað að tekjur lækki sem hlutfall af landsframleiðslu en þar sem búist er við að lækkun gjalda vegi þyngra verður bati á heildarjöfnuði gangi forsendur eftir. Afkomuspá Peningamála á þjóðhagsgrunni gefur mjög áþekka niður- stöðu (sjá viðauka 1). Umtalsverð óvissa er hins vegar til staðar um niðurstöður kjara- samninga á árinu bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opin- bera og því um áhrif þeirra á jöfnuð í rekstri ríkisins. Jafnframt er enn nokkur óvissa um fjármögnun skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda, tekjur af sölu á hlut í Landsbankanum og arðgreiðslur af eignarhlut ríkisins í þeim banka. Þarna er um verulegar fjárhæðir að tefla og gætu frávik frá forsendum áætlana því haft töluverð áhrif á afkomu ríkissjóðs. Aðhald í ríkisfjármálum eykst á spátímanum Gert er ráð fyrir að samhliða bættri afkomu bæði á heildar- og frum- jöfnuði muni aðhald í ríkisfjármálum aukast. Á árunum 2015-2017 er áætlað að frumjöfnuður muni batna um u.þ.b. 1 prósentu af lands- framleiðslu á sama tíma og framleiðsluspenna sem myndast á þessu ári tekur að minnka á ný (sjá síðar í þessum kafla). Frumjöfnuður leið- réttur fyrir áhrifum hagsveiflunnar batnar því um samtals 1 1/3 prósentu á árunum 2015-2017 (hagsveifluleiðréttur frumjöfnuður og frum- jöfnuður eru hér leiðréttir fyrir öðrum einskiptistekjum, mynd IV-13). Skuldir hins opinbera halda áfram að lækka Skuldir ríkissjóðs námu 75% af landsframleiðslu í lok síðasta árs samanborið við 87% í lok árs 2011 og hafa því lækkað um 12 pró- sentur af landsframleiðslu á aðeins þremur árum. Skuldir hins opinbera námu á sama tíma u.þ.b. 85% af landsframleiðslu og eru enn háar í alþjóðlegum samanburði (mynd IV-14). Talið er að þær muni halda áfram að lækka og verði 64% af landsframleiðslu árið 2017 og hreinar skuldir 45% af landsframleiðslu. Samkvæmt frumvarpi um lög um opinber fjármál er gert ráð fyrir að hreinar skuldir verði ekki meiri en 45% af landsframleiðslu.2 Utanríkisviðskipti og viðskiptajöfnuður Horfur á kröftugum útflutningsvexti í ár Á síðasta ári jókst útflutningur vöru og þjónustu um 3,1% frá fyrra ári. Vöxturinn var að stórum hluta drifinn áfram af þjónustuútflutn- ingi sem jókst um tæp 5% milli ára. Vöruútflutningur jókst hins vegar einungis um 1½% sem er nokkru minni vöxtur en gert hafði verið ráð fyrir í febrúarspá Peningamála og skýrist af hægari vexti álútflutnings á síðasta fjórðungi ársins. Vöxtur heildarútflutnings var því ríflega 1 2. Hreinar skuldir eru hér skilgreindar sem heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum. % af VLF Mynd IV-14 Vergar skuldir hins opinbera í nokkrum ríkjum Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki Íslands. 2007 2013 2017 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 G rik kl an d Ba nd ar ík in Þý sk al an d Br et la nd Sv íþ jó ð Sp án n D an m ör k Ís la nd Ír la nd 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Fjársýsla ríkisins, Seðlabanki Íslands. Prósentur Mynd IV-13 Breyting í hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði ríkissjóðs 2005-20171 -4 -3 -2 -1 0 1 2 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.