Peningamál - 13.05.2015, Page 26

Peningamál - 13.05.2015, Page 26
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 26 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR framleiðslu og voru 90½% af landsframleiðslu. Hefur skuldahlutfallið ekki verið lægra síðan á fjórða ársfjórðungi 2004 (mynd III-15). Útlit er fyrir að skuldir heimila muni lækka enn frekar, ekki síst vegna áhrifa skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda og aukinna efnahagsumsvifa. Á móti er líklegt að a.m.k. hluti þeirra nýti aukið veðrými til aukinnar skuldsetningar á ný. Hlutfall skulda fyrirtækja af landsframleiðslu lækk- aði um 3 prósentur á fjórðungnum, í rúmlega 103% og hefur hlutfallið ekki verið jafn lágt frá árslokum 2003. … og fækkað hefur á vanskilaskrá Fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá hefur þokast hægt niður á við og er nú svipaður og hann var að meðaltali á árinu 2012 (mynd III-16). Hann er þó enn mikill í samanburði við árin fyrir fjármála- áfallið. Gjaldþrotum einstaklinga fjölgaði hins vegar talsvert sl. haust en að öllum líkindum var sú þróun tímabundin eins og rakið er í Fjármálastöðugleika 2015/1. Marktæk fækkun hefur einnig orðið á fjölda fyrirtækja á skránni og er hann nú kominn niður fyrir 6 þúsund í fyrsta skipti síðan í mars 2011. Á tólf mánaða tímabili í mars sl. hafði nýskráðum einkahlutafélögum fjölgað um 8% miðað við sama tímabil í mars 2014 en gjaldþrotum þeirra fækkað um 15%. Þá hefur hlut- fall útlána heimila og fyrirtækja í vanskilum hjá innlendum viðskipta- bönkum og Íbúðalánasjóði lækkað töluvert það sem af er ári. Aðgengi að lánsfé hefur almennt aukist og raunvextir lækkað Ungir kaupendur hafa ekki verið áberandi á íbúðamarkaði á undan- förnum árum en innlánsstofnanir hafa frá síðari hluta ársins 2014 boðið þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð meira svigrúm í formi hærri veðhlutfalla eða aukalánveitinga sem gæti gert þessum hópi hægara um vik að festa kaup á íbúð. Þessum hópi stendur einnig til boða að nýta iðgjaldagreiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar fyrir ákveðna fjárhæð við kaup á fyrstu eign. Fyrirhugaðar breytingar á lögum um verðtrygg- ingu sem m.a. snúa að styttingu leyfilegs hámarkslánstíma gætu hins vegar takmarkað möguleika þessa hóps vegna aukinnar greiðslubyrði styttri útlána. Þessar takmarkanir hafa mest áhrif á þá sem hafa lítið eigið fé og litla greiðslugetu (sjá umfjöllun í Peningamálum 2014/2 og rammagrein V-1 í Fjármálastöðugleika 2014/1). Meðaltal skráðra vaxta verðtryggðra íbúðalána stóru viðskipta- bankanna þriggja hefur þokast lítillega niður á við að undanförnu og sú hækkun sem varð á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs er að hluta til gengin til baka (mynd III-17). Nafnvextir sambærilegra óverð- tryggðra íbúðalána hafa hins vegar lítið breyst það sem af er ári en raunvextir þeirra hafa lækkað um u.þ.b. 2/3 úr prósentu. % af VLF Mynd III-15 Skuldir heimila og fyrirtækja1 4. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2014 1. Miðað við árstíðarleiðréttar landsframleiðslutölur Seðlabankans. Skuldir við fjármálafyrirtæki og útgefin markaðsskuldabréf. 2. Án fjármálafyrirtækja, þar með talið eignarhaldsfélaga. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Heimili Fyrirtæki2 0 50 100 150 200 250 300 350 400 ‘13 ‘14‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04 Fjöldi Mynd III-16 Fjöldi á vanskilaskrá og hlutfall útlána í vanskilum1 þriggja stærstu viðskiptabankanna og Íbúðalánasjóðs2 Maí 2010 - apríl 2015 1. Útlán í vanskilum (e. non-performing loans) eru skilgreind sem lán í 90 daga vanskilum eða greiðsla talin ólíkleg. Ef eitt lán viðskipta- vinar er komið í 90 daga vanskil eru öll lán viðkomandi viðskiptavinar talin í vanskilum (e. cross default method). Hækkun hlutfallsins milli mánaða í janúar 2014 skýrist nánast eingöngu af nýlegum úrbótum sem gerðar voru á lánasafnsskýrslu Íbúðalánasjóðs og því ekki um raunverulega hækkun að ræða. 2. Móðurfélög, bókfært virði. Heimildir: CreditInfo, Fjármálaeftirlitið, Seðlabanki Íslands. Útlán heimila í vanskilum (v. ás) Útlán fyrirtækja í vanskilum (v. ás) Fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá (h. ás) Fjöldi fyrirtækja á vanskilaskrá (h. ás) % 0 10 20 30 40 50 60 0 5.000 10.000 15.000 20.000 25.000 30.000 ‘1520142013201220112010 % Mynd III-17 Vextir íbúðalána viðskiptabanka1 1. janúar 2012 - 1. maí 2015 1. Einfalt meðaltal lægstu vaxta íbúðalána hjá Arion banka, Íslands- banka og Landsbanka. 2. Vextir fastir í 3-5 ár. 3. Vextir fastir frá 5 árum og allt upp í allan lánstímann. Heimild: Seðlabanki Íslands. Óverðtryggð húsnæðislán með föstum vöxtum² Óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum Verðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum Verðtryggð húsnæðislán með föstum vöxtum3 3 4 5 6 7 8 2012 2013 2014 2015

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.