Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 26

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 26
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 26 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR framleiðslu og voru 90½% af landsframleiðslu. Hefur skuldahlutfallið ekki verið lægra síðan á fjórða ársfjórðungi 2004 (mynd III-15). Útlit er fyrir að skuldir heimila muni lækka enn frekar, ekki síst vegna áhrifa skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda og aukinna efnahagsumsvifa. Á móti er líklegt að a.m.k. hluti þeirra nýti aukið veðrými til aukinnar skuldsetningar á ný. Hlutfall skulda fyrirtækja af landsframleiðslu lækk- aði um 3 prósentur á fjórðungnum, í rúmlega 103% og hefur hlutfallið ekki verið jafn lágt frá árslokum 2003. … og fækkað hefur á vanskilaskrá Fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá hefur þokast hægt niður á við og er nú svipaður og hann var að meðaltali á árinu 2012 (mynd III-16). Hann er þó enn mikill í samanburði við árin fyrir fjármála- áfallið. Gjaldþrotum einstaklinga fjölgaði hins vegar talsvert sl. haust en að öllum líkindum var sú þróun tímabundin eins og rakið er í Fjármálastöðugleika 2015/1. Marktæk fækkun hefur einnig orðið á fjölda fyrirtækja á skránni og er hann nú kominn niður fyrir 6 þúsund í fyrsta skipti síðan í mars 2011. Á tólf mánaða tímabili í mars sl. hafði nýskráðum einkahlutafélögum fjölgað um 8% miðað við sama tímabil í mars 2014 en gjaldþrotum þeirra fækkað um 15%. Þá hefur hlut- fall útlána heimila og fyrirtækja í vanskilum hjá innlendum viðskipta- bönkum og Íbúðalánasjóði lækkað töluvert það sem af er ári. Aðgengi að lánsfé hefur almennt aukist og raunvextir lækkað Ungir kaupendur hafa ekki verið áberandi á íbúðamarkaði á undan- förnum árum en innlánsstofnanir hafa frá síðari hluta ársins 2014 boðið þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð meira svigrúm í formi hærri veðhlutfalla eða aukalánveitinga sem gæti gert þessum hópi hægara um vik að festa kaup á íbúð. Þessum hópi stendur einnig til boða að nýta iðgjaldagreiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar fyrir ákveðna fjárhæð við kaup á fyrstu eign. Fyrirhugaðar breytingar á lögum um verðtrygg- ingu sem m.a. snúa að styttingu leyfilegs hámarkslánstíma gætu hins vegar takmarkað möguleika þessa hóps vegna aukinnar greiðslubyrði styttri útlána. Þessar takmarkanir hafa mest áhrif á þá sem hafa lítið eigið fé og litla greiðslugetu (sjá umfjöllun í Peningamálum 2014/2 og rammagrein V-1 í Fjármálastöðugleika 2014/1). Meðaltal skráðra vaxta verðtryggðra íbúðalána stóru viðskipta- bankanna þriggja hefur þokast lítillega niður á við að undanförnu og sú hækkun sem varð á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs er að hluta til gengin til baka (mynd III-17). Nafnvextir sambærilegra óverð- tryggðra íbúðalána hafa hins vegar lítið breyst það sem af er ári en raunvextir þeirra hafa lækkað um u.þ.b. 2/3 úr prósentu. % af VLF Mynd III-15 Skuldir heimila og fyrirtækja1 4. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2014 1. Miðað við árstíðarleiðréttar landsframleiðslutölur Seðlabankans. Skuldir við fjármálafyrirtæki og útgefin markaðsskuldabréf. 2. Án fjármálafyrirtækja, þar með talið eignarhaldsfélaga. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Heimili Fyrirtæki2 0 50 100 150 200 250 300 350 400 ‘13 ‘14‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04 Fjöldi Mynd III-16 Fjöldi á vanskilaskrá og hlutfall útlána í vanskilum1 þriggja stærstu viðskiptabankanna og Íbúðalánasjóðs2 Maí 2010 - apríl 2015 1. Útlán í vanskilum (e. non-performing loans) eru skilgreind sem lán í 90 daga vanskilum eða greiðsla talin ólíkleg. Ef eitt lán viðskipta- vinar er komið í 90 daga vanskil eru öll lán viðkomandi viðskiptavinar talin í vanskilum (e. cross default method). Hækkun hlutfallsins milli mánaða í janúar 2014 skýrist nánast eingöngu af nýlegum úrbótum sem gerðar voru á lánasafnsskýrslu Íbúðalánasjóðs og því ekki um raunverulega hækkun að ræða. 2. Móðurfélög, bókfært virði. Heimildir: CreditInfo, Fjármálaeftirlitið, Seðlabanki Íslands. Útlán heimila í vanskilum (v. ás) Útlán fyrirtækja í vanskilum (v. ás) Fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá (h. ás) Fjöldi fyrirtækja á vanskilaskrá (h. ás) % 0 10 20 30 40 50 60 0 5.000 10.000 15.000 20.000 25.000 30.000 ‘1520142013201220112010 % Mynd III-17 Vextir íbúðalána viðskiptabanka1 1. janúar 2012 - 1. maí 2015 1. Einfalt meðaltal lægstu vaxta íbúðalána hjá Arion banka, Íslands- banka og Landsbanka. 2. Vextir fastir í 3-5 ár. 3. Vextir fastir frá 5 árum og allt upp í allan lánstímann. Heimild: Seðlabanki Íslands. Óverðtryggð húsnæðislán með föstum vöxtum² Óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum Verðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum Verðtryggð húsnæðislán með föstum vöxtum3 3 4 5 6 7 8 2012 2013 2014 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.