Peningamál


Peningamál - 13.05.2015, Qupperneq 19

Peningamál - 13.05.2015, Qupperneq 19
ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 19 II-12). Áfram er búist við að hluti olíuverðslækkunarinnar gangi til baka á næstu misserum. Gert er ráð fyrir að olíuverð verði í kringum 60 Bandaríkjadali á tunnu í ár og hækki í 73 dali um mitt ár 2018 (mynd II-11). ... en að hrávöruverð utan olíu lækki áfram Verð á hrávöru utan olíu í Bandaríkjadal hefur aftur á móti haldið áfram að gefa eftir og lækkaði um 6% milli fjórðunga á fyrsta árs- fjórðungi og hefur ekki verið lægra í fimm ár. Verð á málmum lækkaði um 10% milli fjórðunga og er nú 25% lægra en fyrir ári. Ástæðan er m.a. minnkandi hagvöxtur í Kína en fjárfestingardrifinn hagvöxtur undanfarinna ára hefur haldið uppi verði á málmum. Í mars hafði mat- vælaverð lækkað um 9% frá síðasta ársfjórðungi í fyrra. Búist er við að verð á hrávöru í Bandaríkjadal lækki um ríflega 11% í ár (mynd II-11). Bati viðskiptakjara umfram væntingar Bati viðskiptakjara vöru og þjónustu sem hófst á öðrum ársfjórðungi í fyrra jókst er leið á árið og benda bráðabirgðatölur Hagstofunnar til þess að þau hafi batnað um 9% á síðasta fjórðungi ársins (mynd II-13). Batinn á árinu í heild reyndist 3,4% sem er um 1 prósentu meiri bati en reiknað hafði verið með í febrúarspá bankans. Skýrist munur- inn að mestu af meiri hækkun útflutningsverðs á fjórða ársfjórðungi en jafnframt lækkaði innflutningsverð meira en búist hafði verið við. Gert er ráð fyrir um 4% bata í ár og hafa viðskiptakjör þá batnað um 7½% á tveimur árum sem er í takt við það sem spáð var í febrúar. Viðskiptakjör eru þó enn um 14% lakari en þau voru hagstæðust áður en kreppan skall á. Raungengið ekki mælst hærra frá því að fjármálakreppan skall á Raungengið náði hæsta gildi sínu frá því að fjármálakreppan skall á á fyrsta fjórðungi þessa árs (mynd II-13). Hækkaði það um 1,6% á milli ára vegna 0,8% hækkunar á nafngengi krónunnar en einnig var verðbólga 0,8 prósentum meiri hér á landi en að meðaltali í helstu viðskiptalöndum. Þrátt fyrir þessa hækkun er raungengi krónunnar, miðað við hlutfallslegt verðlag, enn 9% lægra en meðalraungengi undanfarinna þrjátíu ára. Miðað við hlutfallslegan launakostnað var raungengið á fyrsta fjórðungi ársins 7,7% hærra en það var ári áður, sem rekja má til þess að launakostnaður á framleidda einingu hefur hækkað um hátt í 7 prósentum meira hér á landi en að meðaltali í helstu viðskipta- löndunum (mynd II-14). Bati á samkeppnisstöðu sem varð í kjölfar fjármálakreppunnar er því óðum að hverfa en frá árinu 2009 hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað mun örar hér á landi en erlendis og raungengið því hækkað og samkeppnisstaða versnað að sama skapi (mynd II-13). Heimild: Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðalt. ‘00 = 100 Mynd II-13 Raungengi og viðskiptakjör 1. ársfj. 2000 - 1. ársfj. 2015 Raungengi (hlutfallslegt verðlag, v. ás) Raungengi (hlutfallslegur launakostnaður, v. ás) Viðskiptakjör (h. ás) 50 60 70 80 90 100 110 120 75 80 85 90 95 100 105 110 Vísitala, meðalt. ‘00 = 100 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. Mynd II-14 Launakostnaður á framleidda einingu í þróuðum ríkjum Ísland Þýskaland OECD Evrusvæðið Bandaríkin Vísitala, 1999 = 100 90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 190 200 210 ‘13‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99 1. Fljótandi eldsneyti (e. liquid fuels). Spá 2. ársfj. 2015 - 4. ársfj. 2016. Heimild: U.S. Energy Information Administration. Milljónir tunna á dag Milljónir tunna á dag Mynd II-12 Framboð og eftirspurn eftir eldsneyti1 1. ársfj. 2011 - 4. ársfj. 2016 Afleidd birgðasöfnun (h. ás) Heimsframleiðsla (v. ás) Heimseftirspurn (v. ás) 82 84 86 88 90 92 94 96 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 201620152014201320122011

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.