Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 15

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 15
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 15 Alþjóðlegar efnahagshorfur hafa lítið breyst frá febrúarspá Peninga­ mála. Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands er enn fremur lítill í sögulegu samhengi en hefur að undanförnu heldur aukist í þróuðum ríkjum en minnkað í nýmarkaðsríkjum. Verðbólga er víða mjög lítil og hafa margir seðlabankar lækkað vexti og gripið til annarra aðgerða til að örva eftirspurn og koma í veg fyrir að lítil verðbólga smitist út í langtímaverðbólguvæntingar. Mikil hreyfing hefur verið á gengi margra gjaldmiðla og olíuverð hefur lækkað töluvert. Lægra verð á olíu og hrávörum hefur haft jákvæð áhrif á viðskiptakjör þjóðarbúsins og þrátt fyrir miklar verðlækkanir á hrávörumörkuðum hefur verð- þróun áls og sjávarafurða verið hagstæð. Alþjóðleg efnahagsþróun Hagvöxtur jókst í helstu viðskiptalöndum í fyrra Hagvöxtur í viðskiptalöndum Íslands mældist 1,7% í fyrra sem er 1 prósentu meiri vöxtur en á árinu 2013. Stoðir efnahagsbatans virðast styrkar í Bandaríkjunum þar sem hagvöxtur var 2,4% árið 2014 og á Bretlandseyjum þar sem hann mældist 2,8% (mynd II-1). Á evru- svæðinu er batinn hins vegar hægari þótt heldur hafi bætt í vöxtinn eftir því sem leið á síðasta ár og vöxturinn á fjórða ársfjórðungi var umfram væntingar (mynd II-2). Reyndist hagvöxtur 0,9% á árinu í heild sem er töluverður viðsnúningur miðað við árin 2012-2013 þegar landsframleiðsla dróst saman um u.þ.b. ¾% á ári að meðaltali. Batinn er þó misjafn innan myntsvæðisins og áfram mældist samdráttur í nokkrum ríkjum. Hagvöxtur í Japan tók einnig við sér á fjórða ársfjórðungi í fyrra eftir samdrátt tvo ársfjórðunga í röð í kjölfar hækkunar virðisaukaskatts í apríl í fyrra. Efnahagsbatinn á hinum Norðurlöndunum hefur verið nokkuð misjafn. Hagvöxtur mældist ríflega 2% í Noregi og Svíþjóð en einungis um 0,3% í Danmörku og í Finnlandi var samdráttur. Hægt hefur á hagvexti í helstu nýmarkaðsríkjum, einkum olíu- og hrávöruútflytjendum eins og Rússlandi og Brasilíu. Var hagvöxtur í nýmarkaðsríkjum að meðaltali um 4,6% í fyrra og hafði minnkað um hátt í ½ prósentu frá árinu 2013. Áfram hægði á hagvexti í Kína sem mældist 7,4% en var tæplega 8% árið 2013. Vísbendingar um meiri hagvöxt á evrusvæðinu í byrjun árs en að hann hafi tímabundið gefið eftir í Bandaríkjunum Hagvísar fyrir evrusvæðið hafa verið umfram væntingar markaðsaðila. Lægra olíuverð hefur aukið kaupmátt ráðstöfunartekna og stutt við einkaneyslu. Smásöluverslun hefur því tekið við sér samfara aukinni bjartsýni neytenda og lækkun á gengi evru hefur örvað útflutnings- greinar. Leiðandi vísbendingar gefa til kynna að bætt hafi í hagvöxt á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs (mynd II-3). Áfram eru hagvaxtarhorfur á evrusvæðinu þó háðar óvissu, atvinnuleysi er enn mikið og fjárfestingarvilji lítill. Óvissa um stöðu Grikklands hefur einnig aukist á ný. II Alþjóðleg efnahagsmál og viðskiptakjör Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-1 Alþjóðlegur hagvöxtur 1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2015 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan Viðskiptalönd Íslands -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03 1. Þegar vísitalan er undir 0 eru hagvísar verri en gert hafði verið ráð fyrir og á móti sýnir vísitala yfir 0 að hagvísar eru jákvæðari en gert hafði verið ráð fyrir. Vísitalan segir ekki til um hvort hagvísarnir séu jákvæðir eða neikvæðir. Heimild: Macrobond. Vísitala Mynd II-2 Vísitala óvæntra hagvísa1 Daglegar tölur 4. janúar 2010 - 8. maí 2015 Bandaríkin Evrusvæðið Nýmarkaðsríki -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 100 120 140 2014 ‘152013201220112010 PM ‘15/1 PM ‘14/1 1. Framleiðsluvísitalan fyrir framleiðendur í Bandaríkjunum og á evru- svæðinu, Manufacturing Purchasing Managers' index (PMI) er birt mánaðarlega og er árstíðarleiðrétt. Þegar gildi vísitölunnar er yfir 50 táknar það vöxt milli mánaða en ef hún er undir 50 táknar það samdrátt. Heimildir: Bloomberg, Macrobond. Vísitala Mynd II-3 Leiðandi vísbendingar um hagvöxt1 Janúar 2008 - apríl 2015 Bandaríkin Evrusvæðið 30 34 38 42 46 50 54 58 62 2014201320122011201020092008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.