Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 42

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 42
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 42 VERÐBÓLGA Verðbólguvæntingar Órói á vinnumarkaði hefur leitt til hækkunar verðbólguvæntinga Verðbólguvæntingar voru á flesta mælikvarða við eða nálægt verð- bólgumarkmiði við útgáfu síðustu Peningamála í febrúar. Hins vegar eru vísbendingar um að þær hafi hækkað töluvert síðan vegna þeirrar óvissu sem ríkir á vinnumarkaði og væntinga um ríflegar launahækk- anir á næstu misserum. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til tveggja ára, reiknað út frá vaxtamun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa, var að meðaltali 3,8% í apríl samanborið við um 2½% í janúar. Reyndar þarf að fara varlega í túlkun á skammtímaverð- bólguvæntingum út frá vaxtamuninum vegna skorts á útgefnum verðtryggðum skammtímaskuldabréfum. Verðbólguálagið, bæði til skamms og langs tíma, inniheldur einnig áhættuþóknun sem tengist seljanleika bréfanna auk áhættuþóknunar sem endurspeglar óvissu um verðbólgu og hefur líklega aukist frá því í febrúar (sjá rammagrein 1). Það að verðbólguvæntingar markaðsaðila til skamms tíma hafa einnig hækkað bendir þó til þess að skammtímaverðbólguvæntingar hafi í raun hækkað. Samkvæmt könnun bankans sem gerð var í byrjun maí, rétt fyrir útgáfu þessara Peningamála, bjuggust þeir við 3½% verð- bólgu eftir eitt ár sem er um 1 prósentu meira en í síðustu könnun í janúar (mynd V-9). Væntingar þeirra um verðbólgu eftir tvö ár voru hins vegar óbreyttar í 3%. Svipaða sögu er að segja af stjórnendum fyrirtækja sem gerðu ráð fyrir að verðbólga yrði 3% eftir eitt ár í könnun Gallup sem var framkvæmd í febrúar og mars en það er ½ prósentu meira en í desember. Verðbólguvæntingar heimila til eins árs námu einnig 3% í sambærilegri könnun en höfðu á hinn bóginn lækkað um ½ prósentu milli kannana og hafa reyndar ekki mælst lægri frá því að byrjað var að gera slíkar kannanir. Verðbólguvæntingar bæði fyrirtækja og heimila til tveggja ára voru nánast óbreyttar og væntu stjórnendur fyrirtækja að verðbólga yrði 3% eftir tvö ár en heimilin væntu 4% verðbólgu. Ennfremur virðist óvissa um verðbólgu eitt ár fram í tímann hafa þokast upp á við síðan á seinni hluta 2014 eins og sjá má í auknum breytileika í svörum þeirra sem taka þátt í ofan- greindum könnunum. Langtímaverðbólguvæntingar hækka einnig Vísbendingar eru um að langtímaverðbólguvæntingar hafi einnig hækkað að undanförnu og virðast þær vera viðkvæmar fyrir ýmsum skammtímaáhrifaþáttum líkt og væntingum um miklar launahækkanir í tengslum við kjaradeilur á vinnumarkaði. Ennfremur virðast verð- bólguvæntingar hafa hækkað hraðar nú en þær gerðu í tengslum við kjarasamningana vorið 2011 (rammagrein 2). Verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði bæði til fimm og tíu ára var að meðaltali tæp- lega 5% í apríl og hafði hækkað um 1½ prósentu frá því í janúar sl. Verðbólguvæntingar markaðsaðila hækkuðu einnig lítillega og bjugg- ust þeir við að verðbólga yrði að meðaltali 3,2% á næstu fimm og tíu árum. Árangur hefur náðst við að bæta kjölfestu verðbólguvæntinga undanfarin misseri en enn er vinna fyrir höndum að tryggja að þær haldist í markmiði til lengri tíma. Mynd V-9 Verðbólga og verðbólguvæntingar til eins árs 1. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2015 % Verðbólga Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja Verðbólguvæntingar heimila Verðbólguvæntingar markaðsaðila Verðbólgumarkmið Heimildir: Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2014 ‘152013201220112010 Mynd V-10 Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði1 Janúar 2010 - apríl 2015 % Verðbólguálag til 2 ára Verðbólguálag til 5 ára Verðbólguálag til 10 ára Verðbólgumarkmið 1. Framvirkt verðbólguálag út frá vaxtarófi verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa (mánaðarleg meðaltöl). Álagið er vísbending um væntingar um ársverðbólgu eftir tvö, fimm og tíu ár. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 2014 ‘152013201220112010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.