Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 31

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 31
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 31 INNLENT RAUNHAGKERFI mældri bankaþjónustu endurskoðuð allt frá árinu 2012 en mest öll áhrifin koma frá endurskoðun almennra kaupa hjá sveitarfélögum og Almannatryggingum. Enn er gert ráð fyrir sögulega hægum vexti samneyslunnar í ár og á næstu tveimur árum. Vöxtur hreinna kaupa á vöru og þjónustu í spánni hefur verið endurskoðaður í ljósi niðurstöðu síðasta árs en áætluð breyting vinnumagns tekur nú í meira mæli en síðast mið af því að hækkun nafnlauna kunni að reynast meiri en áætlanir hins opin- bera gera ráð fyrir. Fjárhagsáætlanir opinberra aðila eru settar fram á nafnvirði og því er talið líklegt að hið opinbera muni bregðast við nafnlaunahækkunum umfram áætlanir með samdrætti í vinnumagni. Í spánni er gert ráð fyrir að áfram verði vöxtur í vinnuaflsnotkun hins opinbera en að hún verði minni en áður var talið og á það sérstaklega við um sveitarfélögin. Fjárfesting hins opinbera jókst um 7,5% í fyrra sem er í samræmi við febrúarspána. Lítið er af nýjum upplýsingum um fjárfestingar- áform í ár utan þess að áætlað er að veita meira fjármagni til viðhalds á vegum. Sem fyrr er gert ráð fyrir að fjárfesting hins opinbera haldist svipuð sem hlutfall af landsframleiðslu á spátímanum. Sögulega hægur vöxtur samneyslu og fjárfestingar hins opinbera heldur því áfram (mynd IV-11). Samdráttur samneyslu hér á landi minni en í þeim ríkjum sem fóru verst út úr fjármálakreppunni Í lok síðasta árs var raunvirði samneyslunnar hér á landi tæplega 3% lægra en það var árið 2008. Á sama tímabili minnkaði raunvirði sam- neyslunnar í Grikklandi um 20% og á Írlandi og í Portúgal var sam- drátturinn 10%. Grikkir eru sú Evrópuþjóð sem mest hefur dregið úr sinni samneyslu og mun meira en hér var gert. Spánn og Ítalía eru á svipuðu reiki og Ísland. Á sama tíma jókst samneyslan á öðrum Norðurlöndum og í Þýskalandi (mynd IV-12). Undirliggjandi afkoma í fyrra lítillega veikari en áður var spáð Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var afkoma hins opinbera nálægt jafnvægi árið 2014 eða halli upp á 0,2% af landsframleiðslu. Spá Peningamála frá því í nóvember gerði ráð fyrir að undirliggjandi afkoma væri hagfelldari um sem nemur 0,7% af landsframleiðslu. Afkoma ríkissjóðs var í jafnvægi sem er að mestu í takt við áætlun fjárlaga. Reglulegar tekjur hins opinbera voru ofmetnar um 0,4% af landsframleiðslu í spánni en heildarútgjöld voru vanáætluð um 0,3% af landsframleiðslu. Á fjárlagagrunni var gert ráð fyrir að arðgreiðslur næmu 2,6% af landsframleiðslu en arðgreiðslur samkvæmt uppgjöri Hagstofunnar voru hins vegar 1,2% af landsframleiðslu.1 Ný ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016-2019 Samkvæmt lögum um þingsköp var þingsályktun um ríkisfjármála- áætlun til næstu fjögurra ára lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar í fyrsta 1. Afkomutölur Hagstofunnar á þjóðhagsgrunni eru frábrugðnar afkomutölum á fjárlaga- grunni að því leyti að arðgreiðslur eru mun lægri í tölum Hagstofunnar þar sem aðeins er tekið tillit til arðgreiðslna sem jafngilda hagnaði arðgreiðanda frá fyrra ári að frádregnu endurmati eigna á því ári. 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-10 Þróun fjármunamyndunar og framlag helstu undirliða hennar 2010-20171 Atvinnuvegir án stóriðju, skipa og flugvéla Stóriðja Skip og flugvélar -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 20172016201520142013201220112010 Íbúðarhúsnæði Hið opinbera Fjármunamyndun alls 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Br. frá fyrra ári (%) Mynd IV-11 Samneysla og fjárfesting hins opinbera 2010-20171 Samneysla (v. ás) Fjárfesting hins opinbera (v. ás) Opinber útgjöld í ráðstöfunaruppgjöri (h. ás) Framlag til hagvaxtar (prósentur) -1,6 -1,2 -0,8 -0,4 0,0 0,4 -6,0 -4,5 -3,0 -1,5 0,0 1,5 3,00,8 20172016201520142013201220112010 Heimild: OECD. Magnbreyting (%) Mynd IV-12 Breyting raunvirðis samneyslu í nokkrum Evrópulöndum milli 2008 og 2014 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 N or eg ur Sv íþ jó ð Þý sk al an d D an m ör k Fi nn la nd Sp án n Ís la nd Ít al ía Po rt úg al Ír la nd G rik kl an d
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.