Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 24

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 24
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 24 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR Fitch Ratings og er þar með metinn í fjárfestingarflokki. Það ætti að bæta enn frekar aðgengi og vaxtakjör sem innlendum aðilum bjóðast á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Gengi krónunnar Gengi krónunnar hefur haldist stöðugt Gengi íslensku krónunnar hefur haldist tiltölulega stöðugt gagnvart vísitölu meðalgengis það sem af er þessu ári líkt og á síðastliðnu ári (mynd III-8). Fyrir útgáfu þessa heftis Peningamála var gengið lítillega hærra en það var í lok janúar sl. og á sama tíma í fyrra. Það hefur hins vegar hækkað um rúmlega 1½% gagnvart evru frá því í janúar og um ½% gagnvart Bandaríkjadal. Gengi krónunnar er hins vegar hátt í fimmtungi lægra gagnvart Bandaríkjadal en á sama tíma fyrir ári sem er í takt við þróun gjaldmiðla annarra þróaðra ríkja gagnvart dalnum (mynd III-9). Seðlabankinn hefur haldið áfram að kaupa gjaldeyri á markaði og eru kaupin meiri það sem af er þessu ári samanborið við sama tímabil í fyrra (mynd III-10). Peningamagn og útlán Dregur úr vexti peningamagns Vítt skilgreint peningamagn (M3) jókst um 8,9% á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama fjórðung í fyrra en sé leiðrétt fyrir inn- lánum slita stjórna fallinna fjármálafyrirtækja (sem gefur betri mynd af greiðslugetu handhafa peninga (e. money holders)) var aukningin ein- ungis 3,3% (mynd III-11). Ársvöxtur leiðrétts M3 hefur dregist saman undanfarið ár og hefur verið undir nafnvexti landsframleiðslunnar síðustu þrjá ársfjórðunga. Kann það að hluta til að skýrast af áfram- haldandi sölu viðskiptabankanna á eignum sem þeir tóku yfir í kjölfar fjármálakreppunnar en hún dregur að öðru óbreyttu úr peningamagni í umferð. Af einstökum undirþáttum M3 vegur aukning í innlánum heimila þyngst. Samdráttur var hins vegar í innlánum atvinnufyrirtækja tengdra fiskiðnaði. Þá drógust innlán annarra fjármálastofnana en inn- lánsstofnana einnig saman, einkum innlán verðbréfa- og fjárfestingar- sjóða og lífeyrissjóða. Aukinn útlánavöxtur til fyrirtækja að undanförnu … Hrein ný útlán (þ.e. ný útlán að frádregnum inn- og uppgreiðslum eldri lána) innlánsstofnana til innlendra aðila námu um 50 ma.kr. á fyrsta fjórðungi þessa árs sem er talsvert meira en á sama tímabili í fyrra en svipað og á undanförnum þremur ársfjórðungum. Mest var lánað til innlendra atvinnufyrirtækja á fjórðungnum eða um 38 ma.kr. (mynd III-12), að langstærstum hluta þjónustufyrirtækja og sjávarút- vegsfyrirtækja, sem er mun meiri útlánaaukning en var að meðaltali á sl. tveimur árum. Aukinn útlánavöxtur til fyrirtækja að undanförnu er í samræmi við spár um aukna fjárfestingu atvinnufyrirtækja á þessu ári (sjá kafla IV). … en svipaður til heimila sé horft fram hjá áhrifum skuldalækkunar Hrein ný útlán innlánsstofnana til heimila námu um 9,7 ma.kr. á fyrsta Ma.kr. % af VLF Mynd III-10 Viðskipti Seðlabanka Íslands á millibanka- markaði með gjaldeyri 2010-2015 1. Árið 2015 miðast við VLF ársins 2014. Heimild: Seðlabanki Íslands. Kaup á erlendum gjaldeyri (v. ás) Sala á erlendum gjaldeyri (v. ás) Hrein gjaldeyriskaup sem hlutfall af VLF (h. ás)1 -20 0 20 40 60 80 100 120 -1 0 1 2 3 4 5 6 1. jan.- 8. maí 2015 1. jan.- 8. maí 2014 20142013201220112010 30,0 12,6 20,1 -3,0 -9,1 -1,4 -0,5 112,8 10,1 44,3 25,1 Mynd III-9 Lækkun á gengi gjaldmiðla ýmissa þróaðra ríkja gagnvart Bandaríkjadal1 % 1. Myndin sýnir lækkun á gengi gjaldmiðla gagnvart Bandaríkjadal milli meðaltala apríl 2014 og apríl 2015. Heimild: Macrobond. 0 5 10 15 20 25 Sv is sn . f ra nk i Br es kt p un d Ka na da da lu r Ja pa ns kt je n Ís le ns k kr ón a Ev ra D ön sk k ró na Sæ ns k kr ón a N or sk k ró na Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-11 Samsetning peningamagns í umferð - M3 leiðrétt1 1. ársfj. 2010 - 1. ársfj. 2015 1. Leiðrétt fyrir innlánum slitastjórna fallinna fjármálafyrirtækja. Heimild: Seðlabanki Íslands. Atvinnufyrirtæki og félagasamtök sem þjónusta heimili Fjármálageiri Sveitarfélög Heimili M3 leiðrétt M3 2012 2013 201420112010 -15 -10 -5 0 5 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.