Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 35
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
2
35
INNLENT RAUNHAGKERFI
því að atvinnuleysi þeirra sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði og
upp í ár hefur verið nokkuð stöðugt.
Meiri vilji til að fjölga starfsfólki en fækka í öllum atvinnu-
greinum
Líklegt er að vinnuaflseftirspurn aukist áfram á næstu misserum því
að samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallup, sem var framkvæmd í
febrúar og mars meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, vildi fjórðungur
fyrirtækja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum en tæplega 10%
frekar fækka því. Þetta er svipuð niðurstaða og fékkst í síðustu könnun
sem gerð var í nóvember sl. Í öllum atvinnugreinum er meiri vilji til að
fjölga starfsfólki en fækka og var mestur vilji meðal fyrirtækja í sam-
göngum, flutningum og ferðaþjónustu, en þar vill tæplega helmingur
fyrirtækja fjölga starfsfólki en aðeins 4% fækka því.
Hæg fjölgun meðalvinnustunda
Meðalvinnustundum hefur fjölgað hægt undanfarin ár og enn er
nokkuð í land að þær nái, hvort heldur er, meðaltali tímabilsins 2003-
2014 eða meðaltali tímabilsins fyrir fjármálakreppuna (mynd IV-20).
Á tímabilinu fyrir árið 2008 var umframeftirspurn eftir vinnuafli ekki
mætt með lengingu vinnuvikunnar heldur fyrst og fremst með fjölgun
starfandi fólks, að miklu leyti með innfluttu vinnuafli. Milli áranna
2007 og 2009 styttist meðalvinnuvikan um rúmar tvær klukkustundir.
Meðalvinnutíminn fer hins vegar að lengjast á árinu 2010 og hefur
vaxið nokkuð samfellt síðan ef litið er fram hjá styttingu á árinu
2012 sem rakin hefur verið til áhrifa kostnaðarhækkana vegna kjara-
samninganna sem gerðir voru á árinu 2011. Meðalvinnutíminn var
þó enn tæpri klukkustund styttri í fyrra en að meðaltali á tímabilinu
2003-2014 og tæplega tveimur stundum styttri en að meðaltali fyrir
fjármálakreppuna.
Mismunandi eftir atvinnugreinum hvernig aukinni
vinnuaflseftirspurn hefur verið mætt
Heildarvinnustundum hefur fjölgað í flestum atvinnugreinum frá því
að meðalvinnutími tók að lengjast. Mismunandi er þó í hve miklum
mæli aukningin hefur átt sér stað með fjölgun fólks eða lengingu
meðalvinnutíma og ekki virðast vera tengsl milli þess og hvort sam-
dráttur heildarvinnustunda á tímabilinu 2008-2010 var vegna fækk-
unar starfsfólks eða styttingar meðalvinnutíma (mynd IV-21).4 Á
samdráttarskeiðinu fjölgaði heildarvinnustundum bæði í fiskveiðum og
ferðaþjónustu og hélt sú þróun áfram í ferðaþjónustu og bætti tölu-
vert í vöxtinn enda jókst hlutur greinarinnar í heildarvinnustundum úr
tæplega 4% árið 2008 í tæplega 7% í fyrra.5 Í fiskveiðum verður hins
vegar viðsnúningur á seinna tímabilinu með töluverðri fækkun, bæði
á fólki og meðalvinnustundum. Þróunin á bataskeiðinu í þeim geirum
4. Hér er skoðaður samanlagður fjöldi fólks við vinnu í viðmiðunarvikunni í aðal- og aukastarfi
og meðalvinnutími þeirra þar sem ekki hafa enn verið birtar sambærilegar upplýsingar um
meðalvinnutíma starfandi sem annars er almennt það sem fjallað er um í Peningamálum.
5. Ekki er hægt að sjá ferðaþjónustuna beint úr atvinnugreinaskiptingunni, en hér er talið til
ferðaþjónustu flutningar með flugi (H:51), rekstur gististaða og veitingarekstur (I) og ferða-
skrifstofur, ferðaskipuleggjendur og önnur bókunarþjónusta (N:79).
1. Opinber starfsemi o.fl. er opinber stjórnsýsla og varnarmál, fræðslustarf-
semi, heilbrigðis- og félagsþjónusta, menningar-, íþrótta- og tómstundastarf-
semi. 2. Ferðaþjónusta er rekstur gisti- og veitingastaða, flutningar með flugi
og ferðaskrifstofur.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd IV-21
Breytingar á fjölda við vinnu og meðalvinnu-
tíma 2008-2014 eftir atvinnugrein og
framlag hverrar greinar til breytinga á
heildarvinnustundum
Breyting (%) %
Við vinnu 2008-2010 (v. ás)
Meðalvinnustundir 2008-2010 (v. ás)
Við vinnu 2010-2014 (v. ás)
Meðalvinnustundir 2010-2014 (v. ás)
Framlag til breytinga heildarvinnust. 2008-2010 (h. ás)
Framlag til breytinga heildarvinnust. 2010-2014 (h. ás)
-60
-40
-20
0
20
40
60
Fe
rð
a-
þj
ón
us
ta
2
O
pi
nb
er
st
ar
fs
em
i o
fl.
1
Ý
m
is
s
ér
h.
þ
jó
nu
st
a
Fj
ár
m
ál
a-
þj
ón
us
ta
U
pp
l.
og
f
ja
rs
ki
pt
i
Sm
á-
o
g
h
ei
ld
sö
lu
v.
By
gg
in
ga
-
ge
iri
nn
Fr
am
-
le
ið
sl
a
Fi
sk
-
ve
ið
ar
-6
-4
-2
0
2
4
6
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd IV-20
Meðalvinnutími og hlutfall starfandi
2003-2014
Frávik frá meðaltali 2003-2014
Hlutfall starfandi (prósentur)
Meðalvinnutími (klst.)
Meðalvinnutími - frávik frá meðaltali 2003-2007 (klst.)
-4
-3
-2
-1
0
1
2
3
4
‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03