Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 10

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 10
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 10 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR á ný á evrusvæðinu í tengslum við skuldavanda Grikklands. Þegar litið er lengra fram á veginn gæti óvenju lítil verðbólga og lækkandi verð- bólguvæntingar í helstu iðnríkjum einnig bent til þess að alþjóðlegar hagvaxtarhorfur séu ofmetnar og að framundan sé mögulega lang- varandi stöðnunarskeið. Alþjóðlegur hagvöxtur gæti hins vegar orðið meiri en grunnspáin gerir ráð fyrir ef t.d. jákvæð áhrif olíuverðslækkunarinnar á eftirspurn reynast meiri en nú er talið eða ef nýlegar aðgerðir Seðlabanka Evrópu til að örva eftirspurn á evrusvæðinu reynast árangursríkari en nú er reiknað með. Þótt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telji sem fyrr meiri hættu á að alþjóðlegur efnahagsbati reynist lakari en nú er gert ráð fyrir telur sjóðurinn að hætta á nýjum efnahagssamdrætti í helstu iðnríkjum sé minni nú en hann gerði í október 2014. Óvissa um gengisþróun Í grunnspánni er sem fyrr gert ráð fyrir að gengi krónunnar haldist stöðugt út spátímann. Það felur í sér að gengi krónunnar gagnvart viðskiptaveginni gengisvísitölu haldist svipað og það hefur verið frá því snemma á síðasta ári og álíka hátt og það hefur verið hæst frá því að fjármálakreppan skall á. Óvissa um gengi krónunnar á næstu misserum tengist einkum mögulegu fjármagnsútflæði í kjölfar los- unar fjármagnshafta. Órói á vinnumarkaði og hætta á verulegum nafnlaunahækkunum gæti einnig veikt krónuna og gert losun hafta áhættusamari. Gengi krónunnar gæti hins vegar hækkað umfram það sem gert er ráð fyrir í grunnspánni, t.d. í tengslum við vaxandi innlend efnahagsumsvif, batnandi viðskiptakjör og gjaldeyrisinnflæði tengt kröftugum útflutningsvexti. Mikil óvissa um niðurstöðu yfirstandandi kjaraviðræðna Staðan á vinnumarkaði er mjög alvarleg og launakröfur uppi sem eru þess eðlis að hætta er á að þeim árangri sem náðst hefur við að koma verðbólgu og verðbólguvæntingum í markmið sé stefnt í voða. Einnig er hætta á að launahækkanir sem eru langt umfram framleiðnivöxt valdi því að fyrirtæki leiti leiða til að draga úr launakostnaði, t.d. með því að hægja á ráðningum eða grípa til uppsagna. Samkeppnisábata sem þjóðarbúið hefur náð undanfarin misseri og birtist m.a. í kröft- ugum útflutningsvexti þrátt fyrir slakan hagvöxt meðal helstu við- skiptalanda yrði einnig teflt í tvísýnu. Mikil hækkun launakostnaðar væri því einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og þeim afgangi á viðskiptum við útlönd sem býr í haginn fyrir losun fjármagnshafta. Hér er sýnt fráviksdæmi sem gerir ráð fyrir töluvert meiri launa- hækkunum en í grunnspánni. Tekið er mið af þegar gerðum samn- ingum og þeim kröfum sem komið hafa fram um svipaðar hækkanir hjá flestum stéttarfélögum á vinnumarkaði. Í þessu felst að gert er ráð fyrir að laun hækki samtals um u.þ.b. 30% í þriggja ára samningi sem tæki gildi um mitt þetta ár. Að viðbættu launaskriði felur fráviksdæmið í sér að laun hækki um u.þ.b. 11% á ári að meðaltali á spátímanum, sem er um tvöfalt meira en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Þar að auki er í þessu fráviksdæmi gert ráð fyrir að kjarasamningurinn verði tölu- vert framhlaðinn eins og þeir samningar sem hafðir eru til viðmiðunar. 1. Vegið meðaltal staðalfráviks í hagvaxtarspám þeirra spáaðila sem Consensus Forecasts tekur saman fyrir G7-ríkin (vegið með kaupmáttar- leiðréttri landsframleiðslu). 2. Afleitt flökt S&P500-hlutabréfavísitölunnar (Chicago Board Options Exchange). Heimildir: Consensus Forecasts, Macrobond. Mynd I-13 Óvissa í hagvaxtarspám og flökt í hlutabréfaverði Janúar 2004 - apríl 2015 Staðalfrávik (%) Sundurleitni í hagvaxtarspám (v. ás)¹ VIX-flöktvísitalan (h. ás)² 0,2 0,3 0,4 0,5 0,6 0,7 0,8 0,9 0 10 20 30 40 50 60 70 Vísitala ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.