Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 46

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 46
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 46 Rammagrein 2 Verðbólguvæntingar í aðdraganda kjarasamninga: samanburður við árið 2011 Verðbólguvæntingar voru nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans á flesta mælikvarða í lok árs 2014. Vísbendingar eru hins vegar um að undanfarið hafi þær hækkað á ný hvort heldur horft er til verð- bólguálags á skuldabréfamarkaði eða verðbólguvæntinga mark- aðsaðila og stjórnenda fyrirtækja. Samkvæmt nýlegri könnun Seðla- bankans hafa skammtímaverðbólguvæntingar markaðsaðila hækkað um tæplega 1 prósentu, í 3½%, og um 0,2 prósentur til lengri tíma litið, í 3,2%. Þá hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til fimm og tíu ára hækkað um hátt í 2 prósentur frá því í lok janúar og var rúmlega 5% í byrjun maí sl. (mynd 1). Líklegt er að stóran hluta þessarar hækkunar verðbólguvænt- inga megi rekja til ótta um miklar launahækkanir í yfirstandandi kjaradeilum sem myndu óhjákvæmilega leiða til töluverðrar aukn- ingar verðbólgu (sjá umfjöllun í kafla I). Eins og sjá má á mynd 1 virðast fréttir af stöðu mála á vinnumarkaði hafa haft töluverð áhrif á þróun verðbólguálagsins og er það í samræmi við svör markaðsaðila í maíkönnun bankans en meirihluti þeirra taldi aðstæður á vinnu- markaði vera meginástæðu hækkunar álagsins á árinu. Fróðlegt er að bera þróun verðbólguálagsins saman við þróun- ina í aðdraganda kjarasamninga á fyrri hluta ársins 2011. Staðan þá var að sumu leyti svipuð og hún var í byrjun ársins 2015, verð- bólga var lítil og kjarasamningar voru fram undan. Slakinn í þjóðar- búskapnum var þó meiri þá og atvinnuleysi töluvert meira en nú. Á móti mætti ætla að verðbólguvæntingar hefðu traustari kjölfestu í verðbólgumarkmiði Seðlabankans nú en þá þar sem verðbólga hefur verið lítil og stöðug um lengri tíma nú en vorið 2011 þegar hún hafði verið hófleg í tiltölulega stuttan tíma. Kröfur um hækkun nafnlauna eru hins vegar töluvert meiri nú og verðbólguvæntingar virðast hafa hækkað mun meira og hraðar: langtímaverðbólguálag hefur undan- farið hækkað um hátt í 2 prósentur á þremur mánuðum, sem er rúmlega ½ prósentu meira en yfir sambærilega langt tímabil árið 2011 (mynd 2). Þetta er mikið áhyggjuefni í ljósi verðbólguhorfa næstu miss- era. Verðbólga er enn sem komið er tiltölulega lítil en reynslan frá árinu 2011 er víti til varnaðar. Í upphafi árs 2011 var verðbólga 1,8% og því lítillega meiri en hún er nú. Eins og áður hefur komið fram hafði hún hins vegar verið nálægt markmiði um tiltölulega stuttan tíma og um mitt ár 2011 var hún komin upp í 5% og náði hámarki í 6,5% í byrjun árs 2012. Þetta er töluvert frábrugðið þróuninni í kjöl- far kjarasamninga í lok árs 2013 en þá var samið um tiltölulega hóf- legar launahækkanir. Þá breyttust verðbólguvæntingar lítið (mynd 2) og verðbólga hélst í kjölfarið í kringum verðbólgumarkmið Seðla- bankans. Mynd 2 Breyting verðbólguálags frá byrjun kjaraviðræðna1 Prósentur 2011 2013 2015 1. Verðbólguálagið miðast við verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til fimm ára eftir fimm ár, þ.e. væntingar um meðalverðbólgu 2020-2025. Miðað er við 6. desember 2010 vegna kjarasamninganna 2011, 4. nóvember 2013 vegna kjarasamninganna 2013 og 27. janúar 2015 vegna kjaraviðræðnanna 2015. Heimild: Seðlabanki Íslands. -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 120110100908070605040302010 Fjöldi daga frá birtingu kröfugerðar 0 Mynd 1 Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði1 Daglegar tölur 2. janúar 2015 - 8. maí 2015 % Verðbólguálag til 5 ára Verðbólguálag til 10 ára 1. Súlur sýna hvenær vísitala neysluverðs var birt. Framvirkt verðbólguálag út frá vaxtarófi verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa. Álagið er vísbending um væntingar um ársverðbólgu eftir fimm og tíu ár. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 Janúar Febrúar Mars Apríl VNV VNV VNV 26. jan. Kröfugerð Starfsgreina- sambandsins lögð fram 23. mars Atkvæða- greiðsla um verkfall 16 félaga innan Starfsgreina- sambandsins hefst 10. mars Starfsgreinasambandið slítur viðræðum við SA og stefnir í verkfall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.