Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 49

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 49
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 49 Í byrjun árs 2009 voru gerðar breytingar á umgjörð peningastefn- unnar hér á landi og núverandi skipan yfirstjórnar peningamála komið á fót. Lögum um Seðlabanka Íslands var breytt á þann veg að mótun peningastefnunnar og ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabankans yrðu framvegis í höndum peningastefnunefndar sem væri skipuð fimm aðilum í stað þriggja manna bankastjórnar áður. Nefndin er skipuð þremur fulltrúum frá Seðlabankanum, þ.e. banka- stjóra, aðstoðarbankastjóra og aðalhagfræðingi, og tveimur utanað- komandi sérfræðingum á sviði efnahags- og peningamála. Breytingarnar á skipan yfirstjórnar peningamála komu í kjölfar fjármálaáfallsins haustið 2008 þegar ríflega níu tíundu af bankakerfi Íslendinga urðu gjaldþrota á sama tíma og alþjóðleg fjármálakreppa reið yfir. Reynslan af fjármálakreppunni, bæði hér á landi og erlendis, benti til þess að skjóta þyrfti fleiri stoðum undir peningastefnuna og efnahagsstefnuna almennt. Árangur Seðlabankans í viðureigninni við verðbólgu hafði þar að auki verið slakur á meginhluta tímabilsins frá því að verðbólgumarkmiðið var tekið upp á árinu 2001 og þang- að til að fjármálakreppan hófst á árinu 2008. Margvíslegar ástæður voru fyrir því, þ.á m. að ekki hafði tekist að tryggja peningastefnunni nægilegan trúverðugleika og skapa verðbólguvæntingum kjölfestu í verðbólgumarkmiðinu (sjá m.a. umfjöllun í Seðlabanki Íslands, 2010 og 2012). Því var mikilvægt að breytt skipan peningamála myndi taka tillit til sjónarmiða um að auka trúverðugleika peningastefn- unnar og um leið tryggja enn frekar sjálfstæði hennar. Núverandi fyrirkomulag hefur verið við lýði í ríflega sex ár og fyrir liggja atkvæðagreiðslur peningastefnunefndar fyrir tímabilið 2009-2014 (sjá Ársskýrslur Seðlabankans fyrir þetta tímabil).2 Því er áhugavert að skoða hvernig ákvarðanataka nefndarinnar fer fram og hvernig atkvæði einstakra nefndarmanna hafa fallið á þessu tímabili til að sjá hvort finna megi eitthvert hegðunarmynstur í því hvernig atkvæði falla og hvort mynstrið sé svipað og í öðrum löndum með sambærilegt fyrirkomulag. Breytingar á umgjörð peningastefnunnar Flestar rannsóknir benda til þess að fjölskipuð peningastefnunefnd henti betur við að móta stefnuna í peningamálum frekar en ein- staklingur hvort sem litið er til niðurstaðna fræðilegra rannsókna eða árangurs af alþjóðlegri reynslu (sjá Blinder, 2009). Slíkar nefndir geta hins vegar verið af ólíku tagi. Oftast eru þær aðgreindar eftir tvenns konar fyrirkomulagi. Annars vegar nefndir þar sem nefndarmenn greiða atkvæði byggð á eigin skoðunum og niðurstöður fást með meirihluta atkvæða (e. individualistic committees). Í slíkum nefndum er ekki lögð sérstök áhersla á að ná fram einingu um ákvörðunina og hver nefndarmaður er ábyrgur fyrir sínu atkvæði. Peningastefnu- nefndir Bretlands og Svíþjóðar, auk Bandaríkjanna frá miðjum síðasta áratug, eru dæmi um slíkar nefndir. Hins vegar eru nefndir þar sem lögð er áhersla á að eining ríki um ákvörðunina, a.m.k. opinber- lega, og peningastefnunefndin stendur öll að baki ákvörðuninni (e. collegial committees). Formleg atkvæðagreiðsla fer ekki alltaf fram og ekki er skýrt frá hvernig atkvæði féllu þegar það gerist. Seðla- 1. Þessi rammagrein byggist á grein Karenar Áslaugar Vignisdóttur sem væntanleg er í Efnahagsmálum. 2. Reynslan af núverandi fyrirkomulagi virðist hafa verið góð: þegar peningastefnunefndin hóf störf var verðbólga nálægt 20% en hefur verið við eða undir markmiði síðan í febrúar 2014. Eins og fjallað er um í rammagrein I-1 í Peningamálum 2014/2 hafa sveiflur í þjóðarbúskapnum einnig minnkað. Langtímaverðbólguvæntingar hafa hins veg ar haldist um og yfir 4% á meginhluta tímabilsins sem sýnir að enn er eitthvað í land við að tryggja viðvarandi verðstöðugleika hér á landi. Ennfremur er losun fjármagnshafta óleyst verkefni en höftin hafa stutt við gengisstöðugleika og þann efnahagsbata sem hefur náðst á tímabilinu. Rammagrein 4 Atkvæðagreiðslur peningastefnunefndar: sex ára reynsla1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.