Peningamál - 13.05.2015, Síða 50

Peningamál - 13.05.2015, Síða 50
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 50 RAMMAGREINAR banki Evrópu og peningastefnunefnd Noregsbanka eru dæmi um slíkt fyrirkomulag. Breytingin á umgjörð peningastefnunnar hér á landi árið 2009 hafði í för með sér töluverðar breytingar á fyrirkomulaginu í tengslum við mótun peningastefnunnar og miðlun upplýsinga um ákvarðanir í peningamálum. Núverandi lög kveða á um að peninga- stefnunefnd haldi fundi að minnsta kosti átta sinnum á ári og að ákvarðanir nefndarinnar grundvallist á vönduðu mati á ástandi og horfum í efnahags- og peningamálum og fjármálastöðugleika. Fyrir hverja vaxtaákvörðun eru haldnir ítarlegir 1-2 daga fundir þar sem sérfræðingar innan Seðlabankans kynna fyrir nefndinni nýlega þróun efnahagsmála og þróun á fjármálamörkuðum ásamt sérstökum við- fangsefnum þegar það á við. Stundum er einnig kallað eftir utanað- komandi kynningum á ýmsum málum sem eru til skoðunar innan nefndarinnar. Markmiðið er að öll sjónarmið komist að og að tryggt sé að ákvarðanir séu byggðar á faglegum og traustum grunni og að þær séu eins gagnsæjar og fyrirsjáanlegar og raunhæft er. Starfs- hættir nefndarinnar fela í sér að seðlabankastjóri geri tillögu um vaxtaákvörðun sem hann telur að nái meirihluta eftir að hafa hlýtt á afstöðu hinna nefndarmannanna. Ef nefndarmenn eru ekki einhuga fer fram atkvæðagreiðsla um þær tillögur sem fram hafa komið og ræður meirihluti atkvæða niðurstöðunni. Fundargerðir eru birtar op- inberlega tveimur vikum síðar og í Ársskýrslu Seðlabankans er síðan greint frá því hvernig einstakir nefndarmenn greiddu atkvæði á liðnu ári. Ramma peningastefnunnar hér á landi svipar því til þess sem tíðkast í Bretlandi og Svíþjóð. Atkvæðaskipting nefndarmanna Á tímabilinu 2009-2014 hélt peningastefnunefndin 49 vaxtaákvörð- unarfundi. Í rúmlega helmingi tilvika kaus nefndin að halda vöxtum óbreyttum, í 35% tilvika voru vextir lækkaðir en í 12% tilvika voru þeir hækkaðir. Í um helmingi tilvika var ákvörðunin tekin með sam- hljóða atkvæðum og þar af voru 8 fundir þar sem eining var um vaxtalækkun en einungis 1 skipti í tilfelli vaxtahækkunar.3 Ef skoðuð eru þau tilvik þar sem ágreiningur var um ákvörðun- ina kemur í ljós að oftast var ágreiningur árið 2012 eða í ¾ tilvika og litlu færri árið 2009 eða í 2/3 tilvika. Sjaldnast var ósamstaða árið 2013 þegar það var einungis á einum fundi þar sem ekki var eining um ákvörðunina (sjá mynd 1). Niðurstöður um atkvæðagreiðslurnar yfir allt tímabilið sýna einnig að í tæplega þriðjungi tilvika kaus einn nefndarmaður gegn meirihlutanum og í um 1/6 tilvika kusu tveir nefndarmenn gegn meirihlutanum. Því er ljóst að ólík sjónarmið hafa verið til staðar innan nefndarinnar sl. sex ár enda er markmiðið með fjölskipaðri peningastefnunefnd að ólík sjónarmið takist á sem eykur líkurnar á að tekin sé upplýst ákvörðun. Ef minnihlutaatkvæðin eru skoðuð nánar kemur í ljós að Anne Sibert, sem var annar af tveimur utanaðkomandi sérfræðingum í nefndinni frá febrúar 2009 til febrúar 2012, var oftast í minnihluta eða í 30% tilvika (sjá mynd 2). Þar á eftir kom Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans í 27% tilvika. Í 12% tilvika hefur innri nefndarmaður verið í minnihluta en ytri nefndarmaður í 15% tilvika. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur verið í minnihluta einu sinni og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri þrisvar. Ytri meðlimur hefur ekki verið í minnihluta síðan í nóvember 2012 þegar vaxtahækkunartímabilinu lauk. Jafnframt kemur í ljós að þegar um er að ræða ágreining í nefndinni samanstendur meirihlutinn oftar af bæði innri og ytri meðlimum heldur en eingöngu innri meðlimum. 3. Það voru sex vaxtahækkanir á tímabilinu, þar af voru þrjú skipti þar sem einn nefndar- meðlimur vildi heldur halda vöxtum óbreyttum og síðan tvö skipti þar sem einn nefndar- meðlimur vildi hækka vexti um meira en ákveðið var að gera. Mynd 2 Hlutfall tilvika þar sem peningastefnunefndar- menn eru í minnihluta 2009-2014 Heimild: Seðlabanki Íslands. 2% 6% 27% 30% 14% 12% 15% Innri meðlimir Ytri meðlimir Þórarinn G. Pétursson Anne Sibert Gylfi Zoëga Már Guðmundsson Arnór Sighvatsson Svein Harald Øygard Katrín Ólafsdóttir Mynd 1 Meðalfjöldi minnihlutaatkvæða í peningastefnunefnd 2009-2014 % Hlutfall funda með 1 minnihlutaatkvæði Hlutfall funda með 2 minnihlutaatkvæðum Hlutfall funda með minnihlutaatkvæði Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 Alls201420132012201120102009 44 22 13 13 63 25 50 13 13 25 16 31

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.