Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 34

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 34
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 34 INNLENT RAUNHAGKERFI Minni afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum í ár en horfur svipaðar á næstu tveimur árum Afgangur á vöru- og þjónustujöfnuði síðasta árs nam 6½% af lands- framleiðslu. Gangi grunnspáin eftir verður svipaður afgangur í ár en það er um 2 prósentum minni afgangur en áætlað hafði verið í febrúar. Skýrist frávikið fyrst og fremst af ofangreindum breytingum á utanríkisviðskiptum þar sem viðskiptakjör eru talin verða svipuð í ár og þá var spáð (sjá kafla II). Horfur fyrir næstu tvö ár hafa hins vegar lítið breyst og er áætlað að afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum haldist í um 6-6½% af landsframleiðslu út spátímann (mynd IV-16). Gert ráð fyrir afgangi á viðskiptajöfnuði út spátímann Undirliggjandi viðskiptaafgangur nam 100 ma.kr. í fyrra eða um 5% af landsframleiðslu sem er tæplega 2½ prósentu minni afgangur en árið 2013. Það er hins vegar heldur meiri afgangur en gert var ráð fyrir í febrúarspá bankans og má að mestu leyti skýra frávikið með minni arðsemi af innlendum félögum í eigu erlendra aðila sem vó heldur meira en minni afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum. Líkt og á við um vöru- og þjónustujöfnuð er útlit fyrir nokkru minni afgang á undirliggjandi viðskiptajöfnuði á þessu ári en spáð var í febrúar. Horfurnar fyrir næstu tvö ár hafa hins vegar lítið breyst og talið er að afgangur af undirliggjandi viðskiptajöfnuði verði um 2% af landsfram- leiðslu árið 2017 (mynd IV-16). Gangi þetta eftir mun þjóðhagslegur sparnaður haldast yfir 20% af landsframleiðslu á spátímanum (tafla 1 í viðauka 1). Vinnumarkaður Eftirspurn á vinnumarkaði hefur aukist hratt Vinnuaflseftirspurn jókst töluvert örar á fyrsta fjórðungi ársins en hún gerði á seinni hluta síðasta árs og meira en gert var ráð fyrir í febrúarspá bankans. Fjölgun heildarvinnustunda skýrist af verulegri fjölgun starfandi fólks, en meðalvinnustundum fækkaði lítillega (mynd IV-17). Óvissa varðandi verkföll og niðurstöður kjarasamninga virðist því ekki hafa dregið úr nýráðningum, a.m.k. ekki enn sem komið er. Samkvæmt tölum Hagstofunnar jókst atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi einnig verulega á milli ára og fólki utan vinnumarkaðar fækk- aði. Hægari vöxtur vinnuaflseftirspurnar, sérstaklega á þriðja fjórðungi í fyrra, virðist því hafa verið tímabundinn eins og Seðlabankinn taldi á þeim tíma. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi samkvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar (VMK) mældist 3,8% á fyrsta fjórðungi og er því tekið að minnka aftur eftir að hafa nánast staðið í stað frá öðrum fjórðungi í fyrra.3 Það minnkaði þó minna en sem nemur hækkun hlutfalls starf- andi þar sem töluverð aukning varð á atvinnuþátttöku (mynd IV-18). Tölur um atvinnuleysi eftir lengd sýna að langtímaatvinnuleysi heldur einnig áfram að minnka frá fyrra ári (mynd IV-19). Inn- og útflæði í atvinnuleysi virðist að sama skapi vera nokkuð jafnt eins og sjá má á 3. Atvinnuleysi eins og það er skráð hjá Vinnumálastofnun (VMST) mældist minna eða 3% á fyrsta fjórðungi ársins að teknu tilliti til árstíðar og minnkaði óverulega milli fjórðunga en um tæpa prósentu milli ára. Mynd IV-19 Atvinnuleysi eftir lengd1 1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2015 % af mannafla Alls Minna en 6 mánuðir 6-12 mánuðir Meira en 12 mánuðir 1. Árstíðarleiðrétt. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03 1. Fjöldi á vinnumarkaði sem hlutfall af mannfjölda 16-74 ára. 2. Fjöldi starfandi sem hlutfall af mannfjölda 16-74 ára. Aukning í hlutfalli starf- andi kemur fram sem neikvætt framlag til breytinga á atvinnuleysi. 3. Hlutfall atvinnulausra af vinnuafli. Vegna námundunar er samanlagt framlag ekki endilega jafnt heildarbreytingunni. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-18 Framlag til breytinga á atvinnuleysi 1. ársfj. 2007 - 1. ársfj. 2015 Prósentur Atvinnuþátttaka1 Hlutfall starfandi2 Atvinnuleysi3 -4 -2 0 2 4 6 8 10 20142013201220112010200920082007 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd IV-17 Breytingar á atvinnu og vinnutíma 1. ársfj. 2004 - 1. ársfj. 2015 Breyting frá fyrra ári (%) Fjöldi starfandi Meðalvinnutími Heildarvinnustundir -15 -10 -5 0 5 10 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.