Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 34
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
2
34
INNLENT RAUNHAGKERFI
Minni afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum í ár en horfur
svipaðar á næstu tveimur árum
Afgangur á vöru- og þjónustujöfnuði síðasta árs nam 6½% af lands-
framleiðslu. Gangi grunnspáin eftir verður svipaður afgangur í ár
en það er um 2 prósentum minni afgangur en áætlað hafði verið í
febrúar. Skýrist frávikið fyrst og fremst af ofangreindum breytingum
á utanríkisviðskiptum þar sem viðskiptakjör eru talin verða svipuð í ár
og þá var spáð (sjá kafla II). Horfur fyrir næstu tvö ár hafa hins vegar
lítið breyst og er áætlað að afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum
haldist í um 6-6½% af landsframleiðslu út spátímann (mynd IV-16).
Gert ráð fyrir afgangi á viðskiptajöfnuði út spátímann
Undirliggjandi viðskiptaafgangur nam 100 ma.kr. í fyrra eða um 5% af
landsframleiðslu sem er tæplega 2½ prósentu minni afgangur en árið
2013. Það er hins vegar heldur meiri afgangur en gert var ráð fyrir í
febrúarspá bankans og má að mestu leyti skýra frávikið með minni
arðsemi af innlendum félögum í eigu erlendra aðila sem vó heldur
meira en minni afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum. Líkt og á
við um vöru- og þjónustujöfnuð er útlit fyrir nokkru minni afgang
á undirliggjandi viðskiptajöfnuði á þessu ári en spáð var í febrúar.
Horfurnar fyrir næstu tvö ár hafa hins vegar lítið breyst og talið er að
afgangur af undirliggjandi viðskiptajöfnuði verði um 2% af landsfram-
leiðslu árið 2017 (mynd IV-16). Gangi þetta eftir mun þjóðhagslegur
sparnaður haldast yfir 20% af landsframleiðslu á spátímanum (tafla 1
í viðauka 1).
Vinnumarkaður
Eftirspurn á vinnumarkaði hefur aukist hratt
Vinnuaflseftirspurn jókst töluvert örar á fyrsta fjórðungi ársins en
hún gerði á seinni hluta síðasta árs og meira en gert var ráð fyrir í
febrúarspá bankans. Fjölgun heildarvinnustunda skýrist af verulegri
fjölgun starfandi fólks, en meðalvinnustundum fækkaði lítillega (mynd
IV-17). Óvissa varðandi verkföll og niðurstöður kjarasamninga virðist
því ekki hafa dregið úr nýráðningum, a.m.k. ekki enn sem komið
er. Samkvæmt tölum Hagstofunnar jókst atvinnuþátttaka og hlutfall
starfandi einnig verulega á milli ára og fólki utan vinnumarkaðar fækk-
aði. Hægari vöxtur vinnuaflseftirspurnar, sérstaklega á þriðja fjórðungi
í fyrra, virðist því hafa verið tímabundinn eins og Seðlabankinn taldi
á þeim tíma.
Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi samkvæmt Vinnumarkaðskönnun
Hagstofunnar (VMK) mældist 3,8% á fyrsta fjórðungi og er því tekið
að minnka aftur eftir að hafa nánast staðið í stað frá öðrum fjórðungi
í fyrra.3 Það minnkaði þó minna en sem nemur hækkun hlutfalls starf-
andi þar sem töluverð aukning varð á atvinnuþátttöku (mynd IV-18).
Tölur um atvinnuleysi eftir lengd sýna að langtímaatvinnuleysi heldur
einnig áfram að minnka frá fyrra ári (mynd IV-19). Inn- og útflæði í
atvinnuleysi virðist að sama skapi vera nokkuð jafnt eins og sjá má á
3. Atvinnuleysi eins og það er skráð hjá Vinnumálastofnun (VMST) mældist minna eða 3% á
fyrsta fjórðungi ársins að teknu tilliti til árstíðar og minnkaði óverulega milli fjórðunga en
um tæpa prósentu milli ára.
Mynd IV-19
Atvinnuleysi eftir lengd1
1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2015
% af mannafla
Alls
Minna en 6 mánuðir
6-12 mánuðir
Meira en 12 mánuðir
1. Árstíðarleiðrétt.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03
1. Fjöldi á vinnumarkaði sem hlutfall af mannfjölda 16-74 ára. 2. Fjöldi
starfandi sem hlutfall af mannfjölda 16-74 ára. Aukning í hlutfalli starf-
andi kemur fram sem neikvætt framlag til breytinga á atvinnuleysi.
3. Hlutfall atvinnulausra af vinnuafli. Vegna námundunar er samanlagt
framlag ekki endilega jafnt heildarbreytingunni.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd IV-18
Framlag til breytinga á atvinnuleysi
1. ársfj. 2007 - 1. ársfj. 2015
Prósentur
Atvinnuþátttaka1
Hlutfall starfandi2
Atvinnuleysi3
-4
-2
0
2
4
6
8
10
20142013201220112010200920082007
Heimild: Hagstofa Íslands.
Mynd IV-17
Breytingar á atvinnu og vinnutíma
1. ársfj. 2004 - 1. ársfj. 2015
Breyting frá fyrra ári (%)
Fjöldi starfandi
Meðalvinnutími
Heildarvinnustundir
-15
-10
-5
0
5
10
‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04