Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 41

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 41
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 41 VERÐBÓLGA að meira á heildina en raun ber vitni. Í því samhengi er áhugavert að skoða muninn á verðþróun innfluttrar vöru samkvæmt vísitölu neyslu- verðs og þróun verðvísitalna innflutnings hér á landi og útflutnings viðskiptalanda Íslands (mynd V-6). Verðvísitala innflutnings endur- speglar verðþróun á innfluttri vöru og þjónustu en meginhluti innflutta þáttarins í vísitölu neysluverðs eru eingöngu vörur. Verð á innfluttri þjónustu er jafnan tregbreytanlegra heldur en vöruverð og ætti því að hafa lækkað minna að undanförnu, einkum í ljósi töluverðrar lækkunar matvæla- og olíuverðs á heimsmarkaði. Þvert á móti hefur raunin verið sú að verðvísitala innflutnings hefur fylgt útflutningsverði helstu viðskiptalanda og lækkað meira undanfarin misseri heldur en verð innfluttrar vöru samkvæmt vísitölu neysluverðs þótt dregið hafi saman með þessum mælikvörðum í lok ársins 2014. Hugsanlega bendir þetta til þess að lægra vöruverð á innflutningi sé að skila sér hægar út í smásöluverð heldur en tilefni er til. Líklega má að hluta til rekja það til þess að langtímaverðbólguvæntingar hafa á undanförnum árum verið nokkuð þrálátar og haldist vel fyrir ofan verðbólgumarkmið Seðlabankans. Fyrirtæki eru síður líkleg til að hleypa kostnaðarlækk- unum út í verðlag heldur en kostnaðarhækkunum ef þau telja að verð- bólga eigi eftir að aukast í framtíðinni.2 Verðbólguþrýstingur frá vinnumarkaði gæti verið vanmetinn Hagstofa Íslands birti í mars sl. endurskoðaðar tölur um launakostnað á grundvelli þjóðhagsreikninga fyrir árin 2008-2013 og fyrstu tölur fyrir árið 2014. Venju samkvæmt breytast tölur þjóðhagsreikninga fyrir laun og launatengd gjöld nokkuð við endurskoðun. Endurskoðunin nú sýnir að laun á ársverk voru að meðaltali svipuð á þessum árum þótt áhrif endurskoðunarinnar séu nokkuð misjöfn eftir árum. Hlutfall launakostnaðar (þ.e. launa og launatengdra gjalda) af vergum þátta- tekjum var 59,9% í fyrra og hækkaði um 0,9 prósentur milli ára (mynd V-7). Hlutfallið var þá aðeins 0,7 prósentum undir tuttugu ára sögu- legu meðaltali sínu og gangi grunnspáin eftir yrði hlutfallið nánast komið í sögulegt meðaltal sitt á þessu ári. Launavísitalan hækkaði um 1,2% milli fjórðunga á fyrsta fjórð- ungi ársins og nam árshækkun hennar 6,1%. Þetta er heldur meiri hækkun en gert var ráð fyrir í febrúarspánni. Þar sem mikil óvissa er um niðurstöður kjaraviðræðna er í þessari spá gert ráð fyrir svipuðum hækkunum út spátímann og síðast, þ.e. framhlöðnum þriggja ára samningi þar sem nafnlaun hækka að meðaltali um rúmlega 5% á ári. Þótt þetta séu nokkuð ríflegar hækkanir eru þær töluvert minni en kröfur eru uppi um í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú standa yfir.3 Launakostnaður á framleidda einingu er talinn aukast um rúm- lega ½ prósentu meira í ár en áætlað var í febrúar eða um 5,7% þar sem meiri hækkun launa í ár og lítillega minni framleiðni leggjast á sömu sveif (sjá kafla IV og mynd V-8). 2. Sjá t.d. grein Þorvarðar Tjörva Ólafssonar, Ásgerðar Pétursdóttur og Karenar Áslaugar Vignis dóttur (2011). „Price setting in turbulent times: Survey evidence from Icelandic firms“, Seðlabanki Íslands, Working Paper nr. 54. 3. Í kafla I eru sýnd möguleg áhrif þess að samið verði um töluvert meiri launahækkanir en hér er gert ráð fyrir á helstu þjóðhagsstærðir. 1. 20 ára meðaltal er 60,6% (1997 grunnur). Ársmeðaltal fyrir árið 2015 byggist á grunnspá PM 2015/2. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd V-7 Hlutfall launa af vergum þáttatekjum 1995-20151 % af vergum þáttatekjum Frávik frá 20 ára meðaltali (prósentur) Frávik frá 20 ára meðaltali (h. ás) Launahlutfall (v. ás) 52 54 56 58 60 62 64 66 68 70 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘13 ‘15‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95 1. Framleiðniaukning kemur fram sem neikvætt framlag til hækkunar á launakostnaði á framleidda einingu. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd V-8 Launakostnaður á framleidda einingu og framlag undirliða 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) Nafnlaun Launakostnaður annar en laun Framleiðni Launakostnaður á framleidda einingu -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 Mynd V-6 Verð á innfluttri vöru og þjónustu 1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 2014 Breyting frá fyrra ári (%) Innfluttar vörur í vísitölu neysluverðs Verðvísitala innflutnings vöru og þjónustu Verðvísitala útflutnings helstu viðskiptalanda í íslenskum krónum Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, Seðlabanki Íslands. -15 -10 -5 0 5 10 15 20 20142013201220112010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.