Peningamál - 13.05.2015, Page 8

Peningamál - 13.05.2015, Page 8
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 8 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR Bati á vinnumarkaði sækir í sig veðrið á ný Í takt við febrúarspá Seðlabankans mældist árstíðarleiðrétt atvinnuleysi 3,8% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samkvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Hefur árstíðarleiðrétt atvinnuleysi því minnkað um 1½ prósentu frá fyrra ári og um liðlega 4 prósentur frá því að það var hæst í kjölfar fjármálakreppunnar. Störfum fjölgaði einnig mikið á fyrsta fjórðungi og heildarvinnustundum fjölgaði um ríflega 4% frá fyrra ári sem er tæplega 1½ prósentu meiri vöxtur en spáð hafði verið í febrúar. Aðrar vísbendingar af vinnumarkaði benda einnig til þess að batinn á vinnumarkaði hafi náð fyrri krafti eftir að heldur hægði á batanum á seinni hluta síðasta árs. Samkvæmt grunnspánni heldur atvinnuleysi áfram að minnka og verður um 3½% á þessu og næsta ári en tekur síðan að þokast upp í það sem talið er að muni verða jafnvægisatvinnuleysi þegar nálgast lok spátímans (mynd I-7). Mat á því er þó háð töluverðri óvissu. Heildarvinnustundum fjölgar einnig áfram og hlutfall starfandi hækkar og verður tæp 79% frá næsta ári (mynd I-8). Horfur á vinnumarkaði hafa því batnað frá febrúarspánni í takt við bættar hagvaxtarhorfur. Horfur um framleiðnivöxt á spátímanum hafa hins vegar lítið breyst frá febrúar: áfram er gert ráð fyrir um 1% framleiðnivexti á ári að meðaltali (sjá mynd I-10 hér á eftir), sem er rétt helmingur af meðal- framleiðnivexti undanfarinna þrjátíu ára og undir framleiðnivexti á fyrri skeiðum efnahagsbata. Nánari umfjöllun um vinnumarkaðinn er að finna í kafla IV. Framleiðsluslakinn talinn horfinn eftir tæplega sex ára tímabil slaka Þar sem hagvöxtur í fyrra reyndist í takt við það sem gert hafði verið ráð fyrir í febrúarspá bankans hefur matið fyrir framleiðslu- slakann á árinu í heild lítið breyst. Talið er að slakinn sé horfinn úr þjóðarbúskapnum og að smám saman myndist framleiðsluspenna sem verður mest 1¼% af framleiðslugetu um mitt næsta ár (mynd I-9). Þetta er heldur meiri spenna en gert var ráð fyrir í febrúarspánni enda horfur á meiri hagvexti á spátímanum eins og áður hefur verið rakið. Samkvæmt spánni tekur spennan smám saman að minnka á seinni hluta spátímans og er nánast horfin í lok hans. Eins og ævinlega er óvissa um hver framleiðsluspennan er á hverjum tíma og er fjallað um helstu óvissuþætti matsins hér á eftir en nánar er fjallað um nýtingu framleiðsluþátta þjóðarbúsins í kafla IV. Verðbólga eykst hraðar en áður spáð Verðbólga jókst í 1,6% í mars sl. eftir að hafa hjaðnað nánast samfellt frá því snemma í fyrra. Í apríl minnkaði hún aftur lítillega í 1,4%. Sé húsnæðisliður vísitölu neysluverðs undanskilinn mælist verðbólga hins vegar mun minni eða um 0%. Undirliggjandi verðbólga hefur að sama skapi aukist á ný. Verðbólga á fyrsta ársfjórðungi reyndist einnig meiri en spáð var í febrúarhefti Peningamála eða 1,1% í stað 0,5%. Framan af ári höfðu langtímaverðbólguvæntingar lækkað og virtust í samræmi við 2,5%-verðbólgumarkmiðið þar til undir lok febrúar er þær tóku að hækka á ný. Þótt ávallt sé erfitt að túlka vís- bendingar um verðbólguvæntingar (sjá rammagrein 1), virðist megin- 1. Grunnspá Seðlabankans 1. ársfj. 2015 - 2. ársfj. 2018. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-9 Framleiðsluspenna1 1. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2018 % af framleiðslugetu PM 2015/2 PM 2015/1 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 ‘1820172016201520142013201220112010 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-8 Heildarvinnustundir og hlutfall starfandi 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) Heildarvinnustundir PM 2015/2 (v. ás) Hlutfall starfandi PM 2015/2 (h. ás) -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 % af mannfjölda 16-74 ára ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-7 Atvinnuleysi 2008-20171 % af mannafla PM 2015/2 PM 2015/1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.