Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 8

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 8
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 8 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR Bati á vinnumarkaði sækir í sig veðrið á ný Í takt við febrúarspá Seðlabankans mældist árstíðarleiðrétt atvinnuleysi 3,8% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samkvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Hefur árstíðarleiðrétt atvinnuleysi því minnkað um 1½ prósentu frá fyrra ári og um liðlega 4 prósentur frá því að það var hæst í kjölfar fjármálakreppunnar. Störfum fjölgaði einnig mikið á fyrsta fjórðungi og heildarvinnustundum fjölgaði um ríflega 4% frá fyrra ári sem er tæplega 1½ prósentu meiri vöxtur en spáð hafði verið í febrúar. Aðrar vísbendingar af vinnumarkaði benda einnig til þess að batinn á vinnumarkaði hafi náð fyrri krafti eftir að heldur hægði á batanum á seinni hluta síðasta árs. Samkvæmt grunnspánni heldur atvinnuleysi áfram að minnka og verður um 3½% á þessu og næsta ári en tekur síðan að þokast upp í það sem talið er að muni verða jafnvægisatvinnuleysi þegar nálgast lok spátímans (mynd I-7). Mat á því er þó háð töluverðri óvissu. Heildarvinnustundum fjölgar einnig áfram og hlutfall starfandi hækkar og verður tæp 79% frá næsta ári (mynd I-8). Horfur á vinnumarkaði hafa því batnað frá febrúarspánni í takt við bættar hagvaxtarhorfur. Horfur um framleiðnivöxt á spátímanum hafa hins vegar lítið breyst frá febrúar: áfram er gert ráð fyrir um 1% framleiðnivexti á ári að meðaltali (sjá mynd I-10 hér á eftir), sem er rétt helmingur af meðal- framleiðnivexti undanfarinna þrjátíu ára og undir framleiðnivexti á fyrri skeiðum efnahagsbata. Nánari umfjöllun um vinnumarkaðinn er að finna í kafla IV. Framleiðsluslakinn talinn horfinn eftir tæplega sex ára tímabil slaka Þar sem hagvöxtur í fyrra reyndist í takt við það sem gert hafði verið ráð fyrir í febrúarspá bankans hefur matið fyrir framleiðslu- slakann á árinu í heild lítið breyst. Talið er að slakinn sé horfinn úr þjóðarbúskapnum og að smám saman myndist framleiðsluspenna sem verður mest 1¼% af framleiðslugetu um mitt næsta ár (mynd I-9). Þetta er heldur meiri spenna en gert var ráð fyrir í febrúarspánni enda horfur á meiri hagvexti á spátímanum eins og áður hefur verið rakið. Samkvæmt spánni tekur spennan smám saman að minnka á seinni hluta spátímans og er nánast horfin í lok hans. Eins og ævinlega er óvissa um hver framleiðsluspennan er á hverjum tíma og er fjallað um helstu óvissuþætti matsins hér á eftir en nánar er fjallað um nýtingu framleiðsluþátta þjóðarbúsins í kafla IV. Verðbólga eykst hraðar en áður spáð Verðbólga jókst í 1,6% í mars sl. eftir að hafa hjaðnað nánast samfellt frá því snemma í fyrra. Í apríl minnkaði hún aftur lítillega í 1,4%. Sé húsnæðisliður vísitölu neysluverðs undanskilinn mælist verðbólga hins vegar mun minni eða um 0%. Undirliggjandi verðbólga hefur að sama skapi aukist á ný. Verðbólga á fyrsta ársfjórðungi reyndist einnig meiri en spáð var í febrúarhefti Peningamála eða 1,1% í stað 0,5%. Framan af ári höfðu langtímaverðbólguvæntingar lækkað og virtust í samræmi við 2,5%-verðbólgumarkmiðið þar til undir lok febrúar er þær tóku að hækka á ný. Þótt ávallt sé erfitt að túlka vís- bendingar um verðbólguvæntingar (sjá rammagrein 1), virðist megin- 1. Grunnspá Seðlabankans 1. ársfj. 2015 - 2. ársfj. 2018. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-9 Framleiðsluspenna1 1. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2018 % af framleiðslugetu PM 2015/2 PM 2015/1 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 ‘1820172016201520142013201220112010 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-8 Heildarvinnustundir og hlutfall starfandi 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) Heildarvinnustundir PM 2015/2 (v. ás) Hlutfall starfandi PM 2015/2 (h. ás) -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 % af mannfjölda 16-74 ára ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-7 Atvinnuleysi 2008-20171 % af mannafla PM 2015/2 PM 2015/1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.