Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 7

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 7
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 7 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR neyslu.2 Horfur fyrir árið í ár og næstu tvö ár hafa jafnframt lítið breyst: gert er ráð fyrir tæplega 4% vexti í ár en að frá næsta ári verði vöxtur- inn því sem næst 3% á ári en þá fer að draga úr eftirspurnaráhrifum skuldalækkunaraðgerðarinnar. Horfur eru hins vegar á meiri vexti fjárfestingar í ár en spáð var í febrúar. Nýjar upplýsingar hafa komið fram um aukna fjárfestingu í skipum og flugvélum og samkvæmt nýrri fjárfestingarkönnun bankans virðast fyrirtæki gera ráð fyrir töluvert meiri fjárfestingarútgjöldum en fyrri könnun hafði bent til. Aðrar vísbendingar um fjárfestingaráform benda í sömu átt. Fjárfesting alls er því talin vaxa um tæplega fjórðung í ár og fjárfesting atvinnuveganna um hátt í 30% sem er töluvert meiri vöxtur en spáð var í febrúar. Á næstu tveimur árum hægir á vextinum þótt áfram verði hann nokkur, m.a. í orkufrekum iðnaði og íbúðarhús- næði. Gangi spáin eftir verður hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu komið í 20% árið 2017 sem er heldur hærra en spáð var í febrúar en 1½ prósentu undir þrjátíu ára meðaltali. Á heildina litið er talið að þjóðarútgjöld vaxi um 6½% á þessu ári og kemur það í kjölfar tæplega 5½% vaxtar í fyrra (mynd I-5). Spáð er ríflega 4% vexti þjóðarútgjalda á næsta ári og 3% vexti árið 2017. Gangi spáin eftir verður meðalvöxtur þjóðarútgjalda 4½% á spátím- anum sem er heldur meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í febrúar. Nánari umfjöllun um innlenda eftirspurn einkageirans og hins opinbera er að finna í kafla IV. Kröftugur hagvöxtur á spátímanum og meiri en í fyrri spá Hagvöxtur mældist 3% á fjórða ársfjórðungi í fyrra og 1,9% á árinu öllu. Það var í takt við febrúarspá Peningamála en þar var gert ráð fyrir 2% hagvexti á árinu í heild. Sé miðað við ársmeðaltöl hefur samdráttur landsframleiðslunnar í kjölfar fjármálakreppunnar því gengið til baka að fullu. Vísbendingar eru um áframhaldandi kröftugan vöxt á fyrsta fjórðungi þessa árs og gerir grunnspáin ráð fyrir að hann verði um 4½%. Horfur eru á svipuðum vexti út þetta ár og 4,6% hagvexti á árinu í heild (mynd I-6). Það er tæplega ½ prósentu meiri hagvöxtur en spáð var í febrúar og skýrist af bættum horfum um fjárfestingu og útflutning. Horfur fyrir næsta ár eru einnig taldar betri en spáð var í febrúar. Er nú gert ráð fyrir 3,4% hagvexti á árinu, sem er um ½ prósentu meiri vöxtur en í febrúarspánni. Meiri hagvöxt má rekja til jákvæðara fram- lags utanríkisviðskipta en þar leggjast á eitt meiri vöxtur útflutnings og hægari vöxtur innflutnings sem stafar af því að þá hægir verulega á innflutningi skipa og flugvéla miðað við yfirstandandi ár. Árið 2017 er einnig spáð ½ prósentu meiri hagvexti en í febrúar eða 3,1%. Sem fyrr er talið að megindrifkraftur hagvaxtar á spátímanum verði inn- lend eftirspurn einkaaðila, þ.e. einkaneysla og atvinnuvegafjárfesting. Gangi spáin eftir verður hagvöxtur að meðaltali 3,7% á árunum 2015- 2017, sem er töluvert yfir meðalhagvexti síðustu þrjátíu ára og spám um 2,1% meðalhagvöxt í helstu viðskiptalöndum á spátímanum. Nánari umfjöllun um þróun hagvaxtar er að finna í kafla IV. 2. Í Peningamálum 2014/1 kemur fram að bankinn telur að aðgerðin muni auka einkaneyslu árið 2014 um 1,7 prósentur frá því sem ella yrði. Það rímar ágætlega við þá breytingu sem varð á vexti einkaneyslu í fyrra frá spá bankans áður en ákvörðunin um skuldalækkunina lá fyrir (Peningamál 2013/4) en vöxtur einkaneyslu reyndist 1,4 prósentum meiri en þá var gert ráð fyrir. 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, Seðlabanki Íslands. Mynd I-6 Hagvöxtur á Íslandi og í viðskiptalöndum 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) Ísland PM 2015/2 Helstu viðskiptalönd PM 2015/2 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-5 Þjóðarútgjöld 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2015/2 PM 2015/1 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-4 Viðskiptajöfnuður 2008-20171 % af VLF Jöfnuður á vöru- og þjónustuviðskiptum PM 2015/2 Undirliggjandi viðskiptajöfnuður PM 2015/2 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘17‘16‘14 ‘15‘13‘12‘11‘10‘09‘08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.