Peningamál - 13.05.2015, Síða 7

Peningamál - 13.05.2015, Síða 7
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 7 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR neyslu.2 Horfur fyrir árið í ár og næstu tvö ár hafa jafnframt lítið breyst: gert er ráð fyrir tæplega 4% vexti í ár en að frá næsta ári verði vöxtur- inn því sem næst 3% á ári en þá fer að draga úr eftirspurnaráhrifum skuldalækkunaraðgerðarinnar. Horfur eru hins vegar á meiri vexti fjárfestingar í ár en spáð var í febrúar. Nýjar upplýsingar hafa komið fram um aukna fjárfestingu í skipum og flugvélum og samkvæmt nýrri fjárfestingarkönnun bankans virðast fyrirtæki gera ráð fyrir töluvert meiri fjárfestingarútgjöldum en fyrri könnun hafði bent til. Aðrar vísbendingar um fjárfestingaráform benda í sömu átt. Fjárfesting alls er því talin vaxa um tæplega fjórðung í ár og fjárfesting atvinnuveganna um hátt í 30% sem er töluvert meiri vöxtur en spáð var í febrúar. Á næstu tveimur árum hægir á vextinum þótt áfram verði hann nokkur, m.a. í orkufrekum iðnaði og íbúðarhús- næði. Gangi spáin eftir verður hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu komið í 20% árið 2017 sem er heldur hærra en spáð var í febrúar en 1½ prósentu undir þrjátíu ára meðaltali. Á heildina litið er talið að þjóðarútgjöld vaxi um 6½% á þessu ári og kemur það í kjölfar tæplega 5½% vaxtar í fyrra (mynd I-5). Spáð er ríflega 4% vexti þjóðarútgjalda á næsta ári og 3% vexti árið 2017. Gangi spáin eftir verður meðalvöxtur þjóðarútgjalda 4½% á spátím- anum sem er heldur meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í febrúar. Nánari umfjöllun um innlenda eftirspurn einkageirans og hins opinbera er að finna í kafla IV. Kröftugur hagvöxtur á spátímanum og meiri en í fyrri spá Hagvöxtur mældist 3% á fjórða ársfjórðungi í fyrra og 1,9% á árinu öllu. Það var í takt við febrúarspá Peningamála en þar var gert ráð fyrir 2% hagvexti á árinu í heild. Sé miðað við ársmeðaltöl hefur samdráttur landsframleiðslunnar í kjölfar fjármálakreppunnar því gengið til baka að fullu. Vísbendingar eru um áframhaldandi kröftugan vöxt á fyrsta fjórðungi þessa árs og gerir grunnspáin ráð fyrir að hann verði um 4½%. Horfur eru á svipuðum vexti út þetta ár og 4,6% hagvexti á árinu í heild (mynd I-6). Það er tæplega ½ prósentu meiri hagvöxtur en spáð var í febrúar og skýrist af bættum horfum um fjárfestingu og útflutning. Horfur fyrir næsta ár eru einnig taldar betri en spáð var í febrúar. Er nú gert ráð fyrir 3,4% hagvexti á árinu, sem er um ½ prósentu meiri vöxtur en í febrúarspánni. Meiri hagvöxt má rekja til jákvæðara fram- lags utanríkisviðskipta en þar leggjast á eitt meiri vöxtur útflutnings og hægari vöxtur innflutnings sem stafar af því að þá hægir verulega á innflutningi skipa og flugvéla miðað við yfirstandandi ár. Árið 2017 er einnig spáð ½ prósentu meiri hagvexti en í febrúar eða 3,1%. Sem fyrr er talið að megindrifkraftur hagvaxtar á spátímanum verði inn- lend eftirspurn einkaaðila, þ.e. einkaneysla og atvinnuvegafjárfesting. Gangi spáin eftir verður hagvöxtur að meðaltali 3,7% á árunum 2015- 2017, sem er töluvert yfir meðalhagvexti síðustu þrjátíu ára og spám um 2,1% meðalhagvöxt í helstu viðskiptalöndum á spátímanum. Nánari umfjöllun um þróun hagvaxtar er að finna í kafla IV. 2. Í Peningamálum 2014/1 kemur fram að bankinn telur að aðgerðin muni auka einkaneyslu árið 2014 um 1,7 prósentur frá því sem ella yrði. Það rímar ágætlega við þá breytingu sem varð á vexti einkaneyslu í fyrra frá spá bankans áður en ákvörðunin um skuldalækkunina lá fyrir (Peningamál 2013/4) en vöxtur einkaneyslu reyndist 1,4 prósentum meiri en þá var gert ráð fyrir. 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, Seðlabanki Íslands. Mynd I-6 Hagvöxtur á Íslandi og í viðskiptalöndum 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) Ísland PM 2015/2 Helstu viðskiptalönd PM 2015/2 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-5 Þjóðarútgjöld 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2015/2 PM 2015/1 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-4 Viðskiptajöfnuður 2008-20171 % af VLF Jöfnuður á vöru- og þjónustuviðskiptum PM 2015/2 Undirliggjandi viðskiptajöfnuður PM 2015/2 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘17‘16‘14 ‘15‘13‘12‘11‘10‘09‘08

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.