Peningamál - 13.05.2015, Page 14

Peningamál - 13.05.2015, Page 14
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 14 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR Mynd I-16 endurspeglar ofangreinda óvissuþætti verðbólgu- spárinnar með því að sýna verðbólguhorfur samkvæmt grunnspá ásamt mati á óvissubili spárinnar, þ.e. mati á bili verðbólgu sem taldar eru 50-90% líkur á að verðbólga verði innan næstu þrjú ár (sjá viðauka 3 í Peningamálum 2005/1 þar sem aðferðafræðinni í þessum útreikningum er lýst). Óvissar horfur á vinnumarkaði gera það að verkum að talin er töluverð hætta á að verðbólgu til næstu missera sé vanspáð og hefur hættan aukist frá því sem áður var talið. Til lengri tíma vega á móti áhættuþættir, eins og t.d. hætta á hægari efnahags- umsvifum en gert er ráð fyrir í grunnspánni, og því er líkindadreifingin samhverfari í lok spátímans þótt áfram séu taldar heldur meiri líkur á að verðbólgu sé vanspáð en að henni sé ofspáð. Taldar eru um helm- ingslíkur á að verðbólga verði á bilinu 2-4% að ári liðnu og á bilinu 1½-4½% í lok spátímans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-16 Verðbólguspá og óvissumat 1. ársfj. 2012 - 2. ársfj. 2018 PM 2015/2 Verðbólgumarkmið 50% líkindabil 75% líkindabil 90% líkindabil -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 2012 2013 2014 2015 2016 2017 ‘18

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.