Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 18

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 18
ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 18 hefur t.d. hækkað töluvert gagnvart flestum öðrum gjaldmiðlum og nemur hækkunin tæplega fimmtungi á einu ári miðað við viðskipta- vegna gengisvísitölu (mynd II-9). Er það önnur mesta árshækkun Bandaríkjadals gagnvart viðskiptavog sl. fimmtíu ár. Gengi hans er þó enn tæplega 5% undir meðaltali sl. fimmtíu ára. Svissneski frankinn hækkaði að sama skapi mikið þegar svissneski seðlabankinn tilkynnti að hann væri hættur að vinna gegn styrkingu frankans gagnvart evru. Breskt pund hefur einnig hækkað gagnvart gengisvísitölu en evra og jen hafa lækkað töluvert. Gengislækkunin ætti að styðja við efnahags- batann í þeim löndum þar sem frekari peningaleg örvun þjóðarbúsins með lækkun vaxta er illframkvæmanleg þar sem vextir eru þegar við neðri mörk. Af þessum sökum telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að gengisbreytingarnar undanfarið geti aukið heimshagvöxt í ár um u.þ.b. 1/3 úr prósentu. Svo miklar gengisbreytingar auka hins vegar einnig óvissu og reyna á styrk efnahagsreikninga í mörgum nýmark- aðsríkjum þar sem skuldsetning í Bandaríkjadal er algeng (mynd II-10). Útflutningsverð og viðskiptakjör Útflutningsverð hækkaði umfram væntingar í lok síðasta árs og veru leg hækkun sjávarafurðaverðs átti sér stað í upphafi þessa árs Verð sjávarafurða í erlendum gjaldmiðlum hefur hækkað verulega á undangengnum tólf mánuðum eftir verðlækkunarhrinu sem hófst síðla árs 2012. Verðhækkun á seinni hluta síðasta árs var nokkuð umfram væntingar og í mars hafði það hækkað um 13% frá fyrra ári. Mat helstu markaðsaðila er að ekki verði framhald á svo miklum verðhækkunum þar sem verðið sé orðið hátt miðað við verð á sam- keppnis- og staðkvæmdarvörum. Því er gert ráð fyrir að smám saman hægi á hækkun sjávarafurðaverðs er líður á þetta ár. Engu að síður er áætlað að hækkunin milli ársmeðaltala verði um 6% sem er 3 pró- sentum meiri hækkun en búist var við í febrúar (mynd II-11). Eftir nokkra hækkun á seinni hluta síðasta árs lækkaði verð á áli á alþjóðamarkaði nokkuð snarpt í desember og hefur verið í kringum 1.800 Bandaríkjadalir á tonnið frá ársbyrjun. Þrátt fyrir 8% lækkun milli fjórðunga á fyrsta fjórðungi ársins er álverð samt sem áður 6% hærra en fyrir ári. Álbirgðir hafa verið miklar en það, ásamt verð- lækkun annarra málma og hrávara, hefur verið meginástæða þess að álverð hefur ekki hækkað síðustu misseri. Birgðastaða áls hefur hins vegar lækkað undanfarið og er nú fjórðungi lægri en fyrir ári. Ólíkt því sem gerðist á alþjóðamarkaði benda tölur Hagstofu Íslands til þess að verð áls til innlendra framleiðenda hafi hækkað nokkuð í lok síðasta árs og því reyndist árshækkun álverðs í fyrra meiri en gert hafði verið ráð fyrir í febrúarspá bankans. Í takt við framvirk verð og alþjóðlegar spár er nú gert ráð fyrir að álverð hækki lítillega á þessu ári og verði um 1.860 Bandaríkjadalir á tonnið í lok árs (mynd II-11). Horfur á að olíuverð hafi náð lágmarki á fyrsta fjórðungi ársins ... Olíuverð var helmingi lægra á fyrsta ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra. Þótt eftirspurn hafi heldur minnkað í takt við slakan alþjóð- legan efnahagsbata er meginskýringin á þessari miklu verðlækkun veruleg aukning á framboði olíu, einkum í Bandaríkjunum þar sem nýjar aðferðir hafa verið þróaðar til að vinna olíu úr jarðlögum (mynd 1. Núll táknar litla áhættufælni og einn mikla áhættufælni. Vísitala Citi Bank um áhættufælni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum byggist á skulda- tryggingarálagi á bandarísk og evrópsk fyrirtæki auk nýmarkaðsríkja, mismun millibankavaxta og ávöxtunarkröfu ríkisvíxla í Bandaríkjunum og fólgið flökt gengis gjaldmiðla, hlutabréfaverðs og skiptasamningsvaxta. Heimild: Macrobond. Vísitala Mynd II-10 Áhættufælni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum1 Daglegar tölur 1. janúar 2007 - 8. maí 2015 Langtímaáhættufælni Skammtímaáhættufælni (40 daga hreyfanlegt meðaltal) 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 ‘1520142013201220112010200920082007 1. Grunnspá Seðlabankans 2. ársfj. 2015 - 2. ársfj. 2018. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/1. 2. Verð á hrávöru án olíu í USD. 3. Verð á sjávarafurðum í erlendum gjaldmiðli er reiknað með því að deila í verð sjávarafurða í íslensk- um krónum með gengisvísitölu vöruútflutnings. Heimildir: Bloomberg, Hagstofa Íslands, London Metal Exchange, Nymex, Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðaltal 2005 = 100 Mynd II-11 Verð á sjávarafurðum, áli, olíu og hrávöru1 1. ársfj. 2009 - 2. ársfj. 2018 Heimsmarkaðsverð á hráolíu (v. ás) Heimsmarkaðsverð á hrávöru, án olíu (v. ás)2 Verð sjávarafurða (v. ás)3 Álverð (h. ás) $/tonn ‘13‘11‘15 ‘17 ‘09‘13‘11‘09 ‘15 ‘17 80 100 120 140 160 180 200 220 1.200 1.400 1.600 1.800 2.000 2.200 2.400 2.600 Heimild: J.P. Morgan. Mynd II-9 Viðskiptavegið gengi helstu gjaldmiðla Janúar 2005 - apríl 2015 Bandaríkjadalur Evra Breskt pund Japanskt jen Vísitala, 2010 = 100 60 70 80 90 100 110 120 130 140 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.