Peningamál - 13.05.2015, Side 27
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
2
27
IV Innlent raunhagkerfi
Hagvöxtur mældist 1,9% í fyrra og hefur samdráttur landsframleiðsl-
unnar í kjölfar fjármálakreppunnar því að fullu gengið til baka. Aukin
efnahagsumsvif á síðasta ári byggðust á tiltölulega breiðum grunni og
voru fyrst og fremst drifin áfram af aukningu innlendrar eftirspurnar
í stað utanríkisviðskipta, ólíkt því sem var árið á undan. Horfur fyrir
næstu misseri eru áþekkar þeim sem voru undir lok síðasta árs þar
sem kröftugur hagvöxtur verður að miklu leyti drifinn áfram af vexti
innlendrar eftirspurnar. Gert er ráð fyrir um 4½% hagvexti í ár sem er
um ½ prósentu meiri vöxtur en spáð var í febrúar og skýrist munurinn
af horfum um nokkru meiri fjárfestingarumsvif og útflutning. Batinn á
vinnumarkaði hefur einnig sótt í sig veðrið og jókst vinnuaflseftirspurn
töluvert hraðar á fyrsta fjórðungi ársins en hún gerði á seinni hluta
síðasta árs. Slaki á vinnumarkaði og í þjóðarbúinu almennt er því að
hverfa eða er þegar horfinn.
Hagvöxtur og innlend eftirspurn einkaaðila
Hagvöxtur í fyrra í takt við febrúarspá Peningamála
Hagstofa Íslands birti þjóðhagsreikninga fyrir fjórða ársfjórðung 2014
í mars sl. ásamt því að eldri tölur voru endurskoðaðar. Hagvöxtur
ársins er talinn hafa verið 1,9% en við endurskoðun eldri gagna var
hagvöxtur fyrstu þriggja ársfjórðunganna hækkaður úr ½% í 1½%.
Samdráttur landsframleiðslunnar í kjölfar fjármálakreppunnar hefur
því að fullu gengið til baka en landsframleiðsla á mann var í fyrra
enn um 2½% undir því sem hún var mest árið 2007. Hagvöxtur á
síðasta ári var að mestu drifinn áfram af innlendri eftirspurn einkaaðila,
einkum einkaneyslu og fjárfestingu atvinnuveganna en framlag ann-
arra undirþátta innlendrar eftirspurnar var einnig jákvætt. Útflutningur
jókst sömuleiðis umtalsvert, sérstaklega þjónustuútflutningur sem skil-
aði um 1,3 prósentna framlagi til hagvaxtar. Mikill vöxtur innlendrar
eftirspurnar kom einnig fram í vexti innflutnings en vöxtur hans var
svo mikill að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar síðasta árs var
neikvætt um 3 prósentur og hefur ekki verið eins neikvætt frá árinu
2006.
Hagvöxtur í fyrra reyndist í ágætu samræmi við febrúarspá
Peningamála en þar var gert ráð fyrir 2% hagvexti á árinu (mynd
IV-1). Þróun einkaneyslu og fjármunamyndunar var í takt við það sem
þar var spáð en samneysla og birgðabreytingar skiluðu meira framlagi
til hagvaxtar, að hluta til vegna endurskoðunar eldri talna, en á móti
var framlag utanríkisviðskipta heldur lakara.
Hagvöxtur síðasta árs byggðist á breiðum grunni
Sé litið á landsframleiðsluna frá sjónarhóli framleiðsluuppgjörs þjóð-
hagsreikninga byggðist hagvöxtur síðasta árs á nokkuð breiðum
grunni en mest munar um framlag innlends þjónustugeira sem hefur
ekki vaxið jafn mikið frá því að efnahagsbatinn hófst (mynd IV-2). Að
mestu má skýra þá þróun með vexti innlendrar eftirspurnar auk þess
sem innlendur þjónustugeiri naut góðs af miklum fjölda ferðamanna
á landinu. Á eftir þjónustugeiranum munaði mest um bygginga- og
Mynd IV-1
Þjóðhagsreikningar 2014
og mat Seðlabankans
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Hagstofa Íslands
PM 2015/1
0 42 6 8 10 12 14
VLF
Innflutningur
Útflutningur
Þjóðarútgjöld
Fjárfesting
Samneysla
Einkaneysla
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-2
Þróun vergra þáttatekna og framlag geira
2005-20141
1. Vergar þáttatekjur mæla tekjur allra aðila sem koma að framleiðslunni
og eru jafnar vergri landsframleiðslu að frádregnum óbeinum sköttum og
viðbættum framleiðslustyrkjum. Til samkeppnisgeirans teljast sjávarútvegur,
vinnsla sjávarafurða, framleiðsla málma og lyfja, ferðaþjónusta og 75%
rafmagns-, gas-, hita- og vatnsveitna. Aðrir atvinnuvegir eru flokkaðir sem
innlendir og þeim skipt í bygginga-, þjónustu- og framleiðslugeira.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Samkeppnisgeiri
Innlendi þjónustugeirinn
Innlendi framleiðslugeirinn
Bygginga- og mannvirkjagerð
Starfsemi hins opinbera
VÞT
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
10
12
‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05