Peningamál


Peningamál - 13.05.2015, Qupperneq 24

Peningamál - 13.05.2015, Qupperneq 24
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 24 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR Fitch Ratings og er þar með metinn í fjárfestingarflokki. Það ætti að bæta enn frekar aðgengi og vaxtakjör sem innlendum aðilum bjóðast á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Gengi krónunnar Gengi krónunnar hefur haldist stöðugt Gengi íslensku krónunnar hefur haldist tiltölulega stöðugt gagnvart vísitölu meðalgengis það sem af er þessu ári líkt og á síðastliðnu ári (mynd III-8). Fyrir útgáfu þessa heftis Peningamála var gengið lítillega hærra en það var í lok janúar sl. og á sama tíma í fyrra. Það hefur hins vegar hækkað um rúmlega 1½% gagnvart evru frá því í janúar og um ½% gagnvart Bandaríkjadal. Gengi krónunnar er hins vegar hátt í fimmtungi lægra gagnvart Bandaríkjadal en á sama tíma fyrir ári sem er í takt við þróun gjaldmiðla annarra þróaðra ríkja gagnvart dalnum (mynd III-9). Seðlabankinn hefur haldið áfram að kaupa gjaldeyri á markaði og eru kaupin meiri það sem af er þessu ári samanborið við sama tímabil í fyrra (mynd III-10). Peningamagn og útlán Dregur úr vexti peningamagns Vítt skilgreint peningamagn (M3) jókst um 8,9% á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama fjórðung í fyrra en sé leiðrétt fyrir inn- lánum slita stjórna fallinna fjármálafyrirtækja (sem gefur betri mynd af greiðslugetu handhafa peninga (e. money holders)) var aukningin ein- ungis 3,3% (mynd III-11). Ársvöxtur leiðrétts M3 hefur dregist saman undanfarið ár og hefur verið undir nafnvexti landsframleiðslunnar síðustu þrjá ársfjórðunga. Kann það að hluta til að skýrast af áfram- haldandi sölu viðskiptabankanna á eignum sem þeir tóku yfir í kjölfar fjármálakreppunnar en hún dregur að öðru óbreyttu úr peningamagni í umferð. Af einstökum undirþáttum M3 vegur aukning í innlánum heimila þyngst. Samdráttur var hins vegar í innlánum atvinnufyrirtækja tengdra fiskiðnaði. Þá drógust innlán annarra fjármálastofnana en inn- lánsstofnana einnig saman, einkum innlán verðbréfa- og fjárfestingar- sjóða og lífeyrissjóða. Aukinn útlánavöxtur til fyrirtækja að undanförnu … Hrein ný útlán (þ.e. ný útlán að frádregnum inn- og uppgreiðslum eldri lána) innlánsstofnana til innlendra aðila námu um 50 ma.kr. á fyrsta fjórðungi þessa árs sem er talsvert meira en á sama tímabili í fyrra en svipað og á undanförnum þremur ársfjórðungum. Mest var lánað til innlendra atvinnufyrirtækja á fjórðungnum eða um 38 ma.kr. (mynd III-12), að langstærstum hluta þjónustufyrirtækja og sjávarút- vegsfyrirtækja, sem er mun meiri útlánaaukning en var að meðaltali á sl. tveimur árum. Aukinn útlánavöxtur til fyrirtækja að undanförnu er í samræmi við spár um aukna fjárfestingu atvinnufyrirtækja á þessu ári (sjá kafla IV). … en svipaður til heimila sé horft fram hjá áhrifum skuldalækkunar Hrein ný útlán innlánsstofnana til heimila námu um 9,7 ma.kr. á fyrsta Ma.kr. % af VLF Mynd III-10 Viðskipti Seðlabanka Íslands á millibanka- markaði með gjaldeyri 2010-2015 1. Árið 2015 miðast við VLF ársins 2014. Heimild: Seðlabanki Íslands. Kaup á erlendum gjaldeyri (v. ás) Sala á erlendum gjaldeyri (v. ás) Hrein gjaldeyriskaup sem hlutfall af VLF (h. ás)1 -20 0 20 40 60 80 100 120 -1 0 1 2 3 4 5 6 1. jan.- 8. maí 2015 1. jan.- 8. maí 2014 20142013201220112010 30,0 12,6 20,1 -3,0 -9,1 -1,4 -0,5 112,8 10,1 44,3 25,1 Mynd III-9 Lækkun á gengi gjaldmiðla ýmissa þróaðra ríkja gagnvart Bandaríkjadal1 % 1. Myndin sýnir lækkun á gengi gjaldmiðla gagnvart Bandaríkjadal milli meðaltala apríl 2014 og apríl 2015. Heimild: Macrobond. 0 5 10 15 20 25 Sv is sn . f ra nk i Br es kt p un d Ka na da da lu r Ja pa ns kt je n Ís le ns k kr ón a Ev ra D ön sk k ró na Sæ ns k kr ón a N or sk k ró na Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-11 Samsetning peningamagns í umferð - M3 leiðrétt1 1. ársfj. 2010 - 1. ársfj. 2015 1. Leiðrétt fyrir innlánum slitastjórna fallinna fjármálafyrirtækja. Heimild: Seðlabanki Íslands. Atvinnufyrirtæki og félagasamtök sem þjónusta heimili Fjármálageiri Sveitarfélög Heimili M3 leiðrétt M3 2012 2013 201420112010 -15 -10 -5 0 5 10

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.