Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 32

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 32
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 32 INNLENT RAUNHAGKERFI sinn í apríl sl. Í áætluninni er gert ráð fyrir afgangi á heildarjöfnuði sem nemur 0,5% af landsframleiðslu á næsta ári og 1,7% árið 2017. Það er lítillega meira en gert var ráð fyrir í þeirri langtímaáætlun sem birt var með fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Sömu sögu er að segja af frumjöfnuði en áætlað er að hann nemi 3,4% af landsframleiðslu á næsta ári og 4,2% árið 2017. Áfram er áætlað að tekjur lækki sem hlutfall af landsframleiðslu en þar sem búist er við að lækkun gjalda vegi þyngra verður bati á heildarjöfnuði gangi forsendur eftir. Afkomuspá Peningamála á þjóðhagsgrunni gefur mjög áþekka niður- stöðu (sjá viðauka 1). Umtalsverð óvissa er hins vegar til staðar um niðurstöður kjara- samninga á árinu bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opin- bera og því um áhrif þeirra á jöfnuð í rekstri ríkisins. Jafnframt er enn nokkur óvissa um fjármögnun skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda, tekjur af sölu á hlut í Landsbankanum og arðgreiðslur af eignarhlut ríkisins í þeim banka. Þarna er um verulegar fjárhæðir að tefla og gætu frávik frá forsendum áætlana því haft töluverð áhrif á afkomu ríkissjóðs. Aðhald í ríkisfjármálum eykst á spátímanum Gert er ráð fyrir að samhliða bættri afkomu bæði á heildar- og frum- jöfnuði muni aðhald í ríkisfjármálum aukast. Á árunum 2015-2017 er áætlað að frumjöfnuður muni batna um u.þ.b. 1 prósentu af lands- framleiðslu á sama tíma og framleiðsluspenna sem myndast á þessu ári tekur að minnka á ný (sjá síðar í þessum kafla). Frumjöfnuður leið- réttur fyrir áhrifum hagsveiflunnar batnar því um samtals 1 1/3 prósentu á árunum 2015-2017 (hagsveifluleiðréttur frumjöfnuður og frum- jöfnuður eru hér leiðréttir fyrir öðrum einskiptistekjum, mynd IV-13). Skuldir hins opinbera halda áfram að lækka Skuldir ríkissjóðs námu 75% af landsframleiðslu í lok síðasta árs samanborið við 87% í lok árs 2011 og hafa því lækkað um 12 pró- sentur af landsframleiðslu á aðeins þremur árum. Skuldir hins opinbera námu á sama tíma u.þ.b. 85% af landsframleiðslu og eru enn háar í alþjóðlegum samanburði (mynd IV-14). Talið er að þær muni halda áfram að lækka og verði 64% af landsframleiðslu árið 2017 og hreinar skuldir 45% af landsframleiðslu. Samkvæmt frumvarpi um lög um opinber fjármál er gert ráð fyrir að hreinar skuldir verði ekki meiri en 45% af landsframleiðslu.2 Utanríkisviðskipti og viðskiptajöfnuður Horfur á kröftugum útflutningsvexti í ár Á síðasta ári jókst útflutningur vöru og þjónustu um 3,1% frá fyrra ári. Vöxturinn var að stórum hluta drifinn áfram af þjónustuútflutn- ingi sem jókst um tæp 5% milli ára. Vöruútflutningur jókst hins vegar einungis um 1½% sem er nokkru minni vöxtur en gert hafði verið ráð fyrir í febrúarspá Peningamála og skýrist af hægari vexti álútflutnings á síðasta fjórðungi ársins. Vöxtur heildarútflutnings var því ríflega 1 2. Hreinar skuldir eru hér skilgreindar sem heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum. % af VLF Mynd IV-14 Vergar skuldir hins opinbera í nokkrum ríkjum Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki Íslands. 2007 2013 2017 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 G rik kl an d Ba nd ar ík in Þý sk al an d Br et la nd Sv íþ jó ð Sp án n D an m ör k Ís la nd Ír la nd 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2017. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Fjársýsla ríkisins, Seðlabanki Íslands. Prósentur Mynd IV-13 Breyting í hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði ríkissjóðs 2005-20171 -4 -3 -2 -1 0 1 2 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.