Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 39

Peningamál - 13.05.2015, Blaðsíða 39
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 39 V Verðbólga Verðbólga hefur mælst lítil undanfarin misseri. Hún hefur þó aukist nokkuð frá byrjun þessa árs og mældist 1,4% í apríl sl. Undirliggjandi verðbólga hefur einnig aukist en er ennþá undir verðbólgumarkmiðinu á flesta mælikvarða. Megindrifkraftar verðbólgu hafa verið verðhækk- anir húsnæðis og innlendrar þjónustu en stöðugt gengi krónunnar, lítil verðbólga í viðskiptalöndum okkar og mikil lækkun olíuverðs á heims- markaði hafa dregið úr henni. Þó eru blikur á lofti einkum í tengslum við töluverðan óróa á vinnumarkaði og væntingar um miklar launa- hækkanir á næstu árum, auk óvissu tengdrar áframhaldandi hækkun húsnæðisverðs m.a. í kjölfar skuldaleiðréttingaraðgerða stjórnvalda. Þetta endurspeglast að hluta til í hækkun langtímaverðbólguvæntinga að undanförnu sem gefur jafnframt til kynna að þær skorti nægilega trausta kjölfestu við verðbólgumarkmiðið. Nýleg verðbólguþróun Verðbólga hefur verið undir markmiði í meira en ár Verðbólga mældist 1,1% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sem var rúmlega ½ prósentu meira en var spáð í febrúarhefti Peningamála. Verðlag án húsnæðis hafði hins vegar lækkað um 0,5% á fyrsta árs- fjórðungi frá fyrra ári. Frávikið frá spánni skýrist að mestu af meiri hækkun húsnæðisverðs og innlends bensínverðs en búist var við. Í kjölfar mikillar lækkunar olíuverðs á heimsmarkaði á seinni hluta 2014 lækkaði innlent bensínverð um u.þ.b. fimmtung en hefur hækkað á ný um rúmlega 9% síðan í janúar, m.a. vegna töluverðrar styrkingar Bandaríkjadals. Smitáhrif af þessari miklu lækkun olíuverðs á verðlags- þróun hjá þeim greinum sem nota mikið af olíu hafa einnig verið minni en búist var við. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,14% í apríl frá fyrri mánuði og um 1% í mars en þá hafði hún ekki hækkað um meira milli mánaða síðan í febrúar 2013. Helsta breytingin í apríl var sú að húsnæðisverð hélt áfram að hækka. Ársverðbólga mældist 1,4% eða nánast tvöfalt meiri en við útgáfu síðustu Peningamála en hins vegar tæplega 1 pró- sentu minni en í apríl 2014 (sjá mynd V-1). Ef horft er á vísitölu neyslu- verðs án húsnæðis lækkaði verðlag um 0,1% frá fyrra ári. Samræmda neysluverðsvísitalan (sem undanskilur einnig húsnæðiskostnað) hafði í mars einnig lækkað um 0,1% milli ára en í mars 2014 var 0,9% verð- bólga á þann mælikvarða. Undirliggjandi verðbólga og aðrar vísbendingar um verðbólguþrýsting Megindrifkraftar verðbólgu takmarkast enn við húsnæðis- og þjónustuliðina Undirliggjandi verðbólga hefur haldist lítil að undanförnu sem hefur bent til þess að hjöðnun verðbólgu á árinu 2014 hafi byggst á nokkuð breiðum grunni. Hún hefur þó, líkt og mæld verðbólga, heldur aukist frá útgáfu síðustu Peningamála. Ársverðbólga, mæld með kjarna- vísitölu 3 sem undanskilur áhrif óbeinna skatta, sveiflukenndra mat- Mynd V-1 Ýmsir mælikvarðar á verðbólgu Janúar 2010 - apríl 2015 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Vísitala neysluverðs án húsnæðis Samræmd vísitala neysluverðs Verðbólgumarkmið Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -2 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘1520142013201220112010 Mynd V-2 Ýmsir mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu Janúar 2010 - apríl 2015 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa1 Kjarnavísitala 4 án skattaáhrifa Kvikt þáttalíkan Verðbólgumarkmið Tölfræðilegir mælikvarðar - bil hæstu og lægstu mælingar2 1. Kjarnavísitala 3 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta, bensíns, opinberrar þjónustu og raunvaxtakostnaðar húsnæðislána. Í kjarnavísitölu 4 er að auki markaðsverð húsnæðis undanskilið. 2. Undir- liggjandi verðbólga er mæld sem vegið miðgildi og sem klippt meðaltal (e. trimmed mean) þar sem 5%, 10%, 15%, 20% og 25% þeirra undirliða sem breytast minnst og mest í verði eru undanskilin. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2010 2011 2012 2013 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.