Skírnir - 01.01.1948, Síða 8
6
Halldór Hermannsson
Skírnir
því, að hann hafi búið á Stað á Snæfellsnesi (Staðar-
stað), og byggja menn það á því, að þar bjuggu bæði son-
ur hans og sonarsonur. Þeir voru goðorðsmenn, og er tal-
ið, að Ari hafi verið það líka. Víst er um það, að goðorð
var í ættinni, hálft Þórsnesingagoðorð. Höfðu áður farið
með það niðjar Þórólfs Mostrarskeggs, síðast Snorri goði.
En þegar hann flutti frá Helgafelli að Sælingsdalstungu,
mun hann hafa skipzt á goðorðum við Þorkel Eyjólfsson,
sem var sonarsonur Þórðar gellis og því eigandi Hvamms-
verjagoðorðs. Fékk hann það Snorra í hendur, og var það
síðan nefnt Snorrungagoðorð, en Þorkell hlaut 1 staðinn
hálft Þórsnesingagoðorð; hinn helminginn munu Kjallek-
lingar hafa átt. Goðorð Þorkels gekk í erfðir til niðja hans,
Gellis Þorkelssonar, og Þorkels og Þorgils Gellissona. Eft-
ir dauða Þox'kels mun Brandur, sonur hans, hafa farið
með það, liklega fyrir sína hönd og Ara bræðrungs síns.
Það er ekki vitað, að Brandur Þorkelsson hafi átt börn,
og hefur því goðorðið fallið til Ara fróða eða til Þorgils
sonar hans og svo til Ara sterka Þorgilssonar. Loks fékk
Þórður Sturluson það með konu sinni Helgu Aradóttur.
Þetta er ástæðan til, að menn hafa getið þess til, að Ari
fróði hafi búið á Staðarstað, en ekki styðst það við neina
heimild. Það er meira að segja til gamalt skjal, sem gæti
bent til, að svo hafi ekki vexúð. Það er skrá yfir kyn-
borna presta frá 1143, þar sem taldir eru fjörutíu kyn-
bornir prestar, tíu úr hverjum fjórðungi landsins (ísl.forn-
bréfas. 1180-194). Menn hafa eignað Ara fróða þessa skrá,
og getur verið, að það sé rétt, en þó er það ekki alveg víst.
Skráin hefur sjálfsagt verið gerð í einhverjum vissum til-
gangi, sem við þekkjum nú ekki. Meðal prestanna í Vest-
firðingafjórðungi eru taldir Brandur Þoi’kelsson og Þor-
gils Arason, en þar er ekki Ara fróða getið. Af því mætti
ráða, að annaðhvort hafi hanri aldrei búið á Staðarstað
og farið með goðorðið, eða hann hafi í þann tíð, er skrá-
in var samin, þegar dregið sig frá öllum störfum og feng-
ið þau í hendur syni sínum, því að þá var hann orðinn
mjög aldurhniginn, hálfáttræður að aldri.