Skírnir - 01.01.1948, Page 9
Skírnir
Ari Þorgilsson fróði
7
I fyrri útgáfu sinni af íslendingabók (1887, bls. 6) taldi
Finnur Jónsson það líklegast, að Ari hafi búið á Suður-
landi til æfiloka. Finnur hefur víst horfið frá þessari til-
gátu sinni, því að aldrei getur hann hennar síðar í ritum
sínum, en hefur hallazt að hinni tilgátunni, að Ari hafi
búið vestra. Þó hygg ég, að hitt sé sennilegra, og megi
færa fyrir því nokkrar líkur.
Ari fór frá Haukadal, þegar hann var rúmlega tvítug-
ur, 1088 eða 1089. í Kristni sögu er hann talinn meðal
höfðingja, sem voru prestvígðir af Gissuri biskupi. Um
þessar mundir var Gissur einmitt að búa sig undir að
koma föstu skipulagi á íslenzka biskupsdæmið, að fá tí-
undarlögin samþykkt og tryggja þannig kirkjunni og
þjónum hennar fastar tekjur. Þegar tíundarlögin höfðu
verið samþykkt af Alþingi (1096 eða 1097), lá það verk
fyrir hendi að koma þeim í framkvæmd. Aðalverkið var
að skipta landinu í kii'kj usóknir, og það átti biskup að
gera. Til þess að geta gert það, hlaut biskup og aðstoðar-
menn hans að fara um landið til þess að setja sóknunum
takmörk, sjá til þess, að kirkjur væru byggðar þar, sem
þær voru ekki áður, og skipa umboðsmenn til að heimta
biskupstíund. Meðal þeirra manna, er aðstoðuðu biskup
í þessu verki, þykir mér líklegast, að verið hafi Ari Þor-
gilsson. Hann var lærisveinn Teits biskupsbróður, og er
sennilegt, að Teitur hafi fengið hann til að ganga í þjón-
ustu biskups. Það má gjörla sjá það af íslendingabók, að
Ari var nákunnugur biskupi, hafði mikla ást á honum og
bar fyrir honum hina mestu virðingu. Hann hefur þá ver-
ið einn af þeim, sem ferðuðust með biskupi yfir landið,
og þannig fengið af eigin sjón þá miklu þekkingu, sem
eitt af ritum hans ber svo ljósan vott um, eins og síðar
mun getið. Ari er sá eini, sem skýrt hefur frá manntali
biskups, og er því ekki ólíklegt, að hann hafi átt einhvern
þátt í því. Ég hygg því, að Ari hafi alið aldur sinn á
Suðurlandi, líklega búið einhvers staðar í Árnessþingi í
námunda við biskupssetrið.
Hvergi er þess getið, að Ari hafi verið kvæntur, en þó