Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 10
8
Halldór Hermannsson
Skírnir
er líklegt, að svo hafi verið. Að minnsta kosti átti hann
son, Þorgils, sem var prestur og dó 1170. Hann átti tvö
börn, Ara og Hallfríði. Ari sterki Þorgilsson bjó á Staðar-
stað eftir föður sinn; hann stökk úr landi til Noregs með
Guðnýju, ekkju Hvamms-Sturlu og móður þeirra Sturlu-
sona, og þar dó hann 1188. Hallfríður Þorgilsdóttir gift-
ist Magnúsi syni Páls prests Sölvasonar í Reykholti, sem
frægur er af deilunum við Hvamms-Sturlu, en þær urðu
orsökin til þess, að Jón Loftsson tók Snorra, son Sturlu,
til fósturs. Frá Magnúsi og Hallfríði fékk Snorri Reyk-
holt, og hafa þau hjónin víst gefið honum próventu sína,
því að það var tilskilið, að hann sæi um menntun sona
þeirra, Ara og Brands. Þeir urðu báðir prestar, en ekki
er kunnugt, að þeir hafi átt afkvæmi. Ari sterki átti dótt-
ur, Helgu, sem giftist Þórði Sturlusyni, en ekki áttu þau
börn. Lítur því út fyrir, að ættleggurinn frá Ara fróða
hafi dáið út.
II.
Tvö eru til rit frá þriðja áratug tólftu aldar, sem virð-
ast skyld að uppruna. Svo stendur í Kristinna laga þætti
Grágásar (Konungsbók, I, 1852, bls. 36):
„Svá settu þeir Ketill byskup ok Þorlákr byskup at ráði
özurar erkibyskups ok Sæmundar ok margra kenni-
manna annarra kristinna laga þátt, sem nú var tínt ok
upp sagt.“
I greinargerð þeirri, sem Ari fróði skrifaði um Islend-
ingabók sína, segir hann:
„íslendingabók gprða ek fyrst byskupum órum Þorláki
ok Katli, ok sýndak bæði þeim ok Sæmundi presti. En með
því at þeim líkaði svá at hafa eða þar viðr auka, þá skrif-
aða ek þessa of it sama far, fyr útan ættartölu ok kon-
unga ævi, ok jókk því, es mér varð síðar kunnara, ok nú
es gþrr sagt á þessi en á þeiri. En hvatki es missagt es í
frœðum þessum, þá er skylt at hafa þat heldr, er sannara
reynisk.“