Skírnir - 01.01.1948, Qupperneq 11
Skírnir
Ari Þorgilsson fróði
9
Áður en ég fer að athuga nánara samband þessara
tveggja rita, virðist mér réttast að gera fyrst stuttlega
grein fyrir efni íslendingabókar og sjá, hvaða ályktanir
megi af því draga.
Fyrsti kapítuli (Frá íslands byggð) segir frá, hvenær
ísland byggðist og frá Ingólfi, hinum fyrsta landnáms-
manni; frá gróðri landsins og Pöpum, sem voru þar fyrir,
er Norðmenn komu þangað; ennfremur frá því, er Har-
aldur hárfagri lagði skatt á þá, sem fluttu til íslands, og
er sagt, að það væri upphaf landauranna, sem þeir urðu
að gjalda, er síðar fóru milli landa.
Annar kapítuli (Frá landnámsmönnum ok lagasetning)
telur fjóra landnámsmenn, einn úr hverjum fjórðungi,
sem voru, hver fyrir sig, ættfeður frægra ætta — en af
þeim voru líka komnir fimm fyrstu íslenzku biskuparnir,
þó þess sé ekki getið hérna. Þá greinir frá lagasetningu
TJlfljóts og för Gríms geitskarar um landið. Mönnum hef-
ur þótt vanta hér, að Ari greindi nánar frá efni Úlfljóts-
laga. En þess er að gæta, að margt í þeim var þá úrelt og
Ari getur ekki um úrelt lög. Það, sem enn var í gildi af
þeim, þekktu menn, enda er í fimmta kapítula getið um
breytingar þær, sem gerðar voru á þeim síðar.
Þriðji kapítuli (Frá alþingis setning) segir frá tildrög-
unum til þess, að alþingi var sett á Þingvöllum, þó að ekki
sé staðurinn nefndur því nafni hér. Þá er getið fyrstu
tveggja lögsögumannanna og embættistíðar þeirra (930-
969). Hér hafa menn fundið það Ara til foráttu, að hann
hafi ekki nefnt önnur þing á landinu en þingið á Kjalar-
nesi, svo sem Þórsnessþing, sem vitanlega var þá til. En
þessi aðfinning sýnir ljóslega, hve menn hafa misskilið
Ara hér. Hann var ekki að rita sögu íslenzkra þinga, en
hann varð að geta Kjalarnessþings í þessu sambandi til
þess að gera skiljanlegt, hvar og hvernig Þórir kroppin-
skeggi var gerður útlægur og land hans gert allsherjarfé,
og Alþingi svo sett þar. Önnur þing komu alls ekki þar til
greina, hvort sem þau voru fleiri eða færri.
Fjórði kapítuli (Frá misseristali) skýrir frá endurbót