Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 12
10
Halldór Hermannsson
Skírnir
Þorsteins surts á hinu gamla misseristali með því að fá
sumarauka lögleiddan. Þeir menn hafa verið til, sem ve-
fengdu þessa frásögn Ara, en hinar skýru og greinargóðu
ritgerðir Þorkels Þorkelssonar1) sýna, að hann segir hér
rétt frá og hefur víst haft fullan skilning á málinu. Svo
er nú almennt talið, að sumaraukinn hafi verið leiddur í
lög 955 eða um það bil.
Fimmti kapítuli (Frá fjórðungadeild) segir frá deil-
unni milli Þórðar gellis og Tungu-Odds út af brennu Þor-
kels Blundketilssonar (annars kunn af Hænsa-Þóris sögu).
Þetta leiddi til stjórnarbótar Þórðar gellis; landinu var
skipt í fjórðunga með vissri tölu þinga í hverjum fjórð-
ungi, og skyldu þingunautar eiga þar saksóknir saman.
Þá eru taldir næstu tveir lögsögumenn (970-1001).
Sjötti kapítuli (Frá Grænlands byggð) segir frá Eiríki
rauða og fundi Grænlands, og þess getið, að þar hafi áður
byggt Skrælingjar eins og á Vínlandi, en þá var einungis
keiplabrot og steinsmíði að finna eftir þá. Þessi kapítuli
stingur nokkuð í stúf við hina kapítulana, því að hér er
einungis greint frá sögulegum viðburði, sem snertir ekk-
ert íslenzka löggjöf og landstjórn, því að íslenzka byggð-
in á Grænlandi var sjálfstætt lýðveldi frá byrjun og þar
til Grænlendingar gengu á hönd Noregskonungi 1261.2)
Mér hefur dottið í hug, að skýrt sé frá þessu hér, vegna
þess að íslenzka byggðin á Grænlandi hafi verið talin vera
undir umsjá Skálholtsbiskups, og að biskuparnir hafi vænzt
þess, að kristinréttur þeirra yrði einnig lögleiddur þar.
Erkibiskup hefur líklega litið svo á málið, því að þegar
Isleifur biskup fór heim frá biskupsvígslu, sendi erkibisk-
upinn í Brimum með honum hirðisbréf til íslenzkra og
grænlenzkra safnaða, eftir því sem Adam af Brimum seg-
ir, og enn segir hann, að erkibiskup hafi jafnframt lofað
1) „Alþingi árið 955“, Skírnir, CIV, 1930, bls. 40-67. — „Ari fróði
og sumaraukareglan“, Skírnir, CVI, 1932, bls. 49-67. — „Sumarauki.
Athugasemd við rit um Ara fróða“, Skírnir, CXIX, 1945, bls. 145—153.
2) Sjá „Réttarstaða Grænlands að fornu“ eftir Ólaf Lárusson,
Andvari, 1924, bls. 28-64.