Skírnir - 01.01.1948, Síða 13
Skírnir
Ari Þorgilsson fróði
11
við tækifæri að vitja þeirra, en gerir þó lítið úr því lof-
orði. Biskupsstóll var settur á Grænlandi 1124; það að Ari
hefur tekið með þennan kapítula, kynni því að benda á,
að hann hafi ritað íslendingabók fyrir 1124. I annálum
er getið um Eirík ufsa Gnúpsson Grænlendingabiskup,
sem fór að leita Víniands 1121, en hann hefur verið trú-
boðsbiskup, eins og ísleifur biskup var reyndar líka.
Sjöundi kapítuli (Frá því er kristni kom á ísland)
segir frá kristnitökunni og aðdraganda hennar. Það er
eftirtektarvert, að Ari nefnir hvorki kristniboð þeirra
Þorvaldar víðförla og Friðriks biskups né Stefnis Þorgils-
sonar, því að hvorugt hafði nein bein áhrif á kristnitök-
una. Þó varð ferð Stefnis orsök til þess, að lög voru sett
um það, að menn mættu sækja til sekta kristna frændur
sína, en Ari nefnir það ekki, því að þau lög voru auðvitað
fyrir löngu úrelt.1) Hann nefnir einungis Þangbrand, því
að bæði skírði hann marga höfðingja og styrkti þar með
kristna flokkinn, og svo komst skriður á málið við ferð
hans, því að hún varð til þess, að Gissur hvíti og Hjalti
Skeggjason tóku að sér að greiða íyrir kristnitökunni og
fengu loksins kristnina leidda í lög. Ari er hér eins og ann-
ars staðar mjög stuttorður, en það er engin ástæða til að
vefengja frásögn hans. Það hefur þó Einar Arnórsson
gert í þessu tímariti (Skírnir, XCIV, 1941) og jafnvel
tekið svo djúpt í árinni að segja, að „ýmislegt í henni verði
ekki samrýmt heilbrigðri skynsemi“, og á hann þar helzt
við það, að þeir Hjalti og Gissur fóru úr Landeyjum upp
í Laugardal, í stað þess að fara sem fuglinn flýgur beint
til Þingvalla. Þeir gátu haft sínar ástæður til að gera
það. Þá telur hann, að Ari hafi búið til ræðu Þorgeirs
lögsögumanns — hann hafi ef til vill lært af Sallúst og
Livíusi að gera mönnum upp ræður! I fullu heimildar-
leysi fræðir höfundurinn okkur svo um, hvað Þorgeir
1) í Kristni sögu (kap. 13) er sagt frá drápi Stefnis og Ari
gamli borinn fyrir þeirri sögn. Það kynni að hafa staðið í hinni
eldri Islendingabók, en mjög ólíklegt þykir mér það samt. Líklega
ein af minnisgreinum Ara.