Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 14
12
Halldór Hermannsson
Skírnir
muni hafa sagt! Þá segir hann, að Þorgeir hafi aldrei leg-
ið undir feldi í sólarhring í búð sinni. Það sé bara þjóð-
saga, því að Þorgeir hafi einungis tekið sér hvíld í búð
sinni eftir Lögbergsfundinn fyrra. Nú er þar til að svara,
að það hefur sjálfsagt aldrei verið næðisamt í búðunum
á Þingvöllum um þingtímann, og allra sízt hefur svo verið
árið 1000. Það er því alls ekki ólíklegt, að Þorgeir hafi
breitt feld yfir höfuð sér til þess að vera ekki truflaður.
Allt, sem Einar Arnórsson hefur hér ályktað, eru því
staðlausar staðhæfingar. Ari hafði svo góða heimildar-
menn fyrir frásögn sinni, að það þarf meira en svo kall-
aða „heilbrigða skynsemi“ til að hrinda henni.1) — Það
er röng ályktun hjá greinarhöfundi, að Ari hafi ekki skil-
ið, hvað fram fór á Alþingi 1000, því að hann hafi haldið,
að Þorgeiri lögsögumanni hafi verið selt löggjafarvald í
hendur. Ara hefur verið það fyllilega ljóst, að kristni-
tökuna varð að samþykkja í Lögréttu, og því segir hann:
„Þá var þat mælt í lögum at,“ o. s. frv.
Áttundi kapítuli (Frá byskupum útlendum) telur upp
útlenda biskupa, sem verið höfðu á íslandi, en það eru
nöfnin tóm, enda hafa þeir víst engu til leiðar komið í lög-
gjöf eða landstjórn. Þá eru taldir næstu fimm lögsögu-
menn (1002-1062). Sérstaklega er Skafta Þóroddssonar
getið, því að hann setti fimmtardómslög og lög um víglýs-
ingar, ennfremur segir, að á hans dögum hefðu margir
höfðingjar og ríkismenn orðið sekir eða landflótta „of víg
eða barsmíðar af ríkis sökum hans ok landstjórn“. Einar
Arnórsson hefur í áðurnefndri Skírnisgrein ályktað af
þessum orðum Ara, að „honum hafi verið mjög óljósar
reglur þær, sem um lagasetningu hafa gilt . . . Hann lætur
Skafta „setja“ fimmtardómslög og telur hann hafa sakir
ríkis síns og landstjórnar valdið sekt margra manna, með-
an hann hafði lögsögu.“ Hvað viðvíkur orðatiltækinu „að
setja lög“, vil ég benda á klausu þá úr Kristinrétti, er tek-
1) Sjá annars um þennan kapítula, Björn M. Ólsen, „Um kristni-
tökuna árið 1000 og tildrög hennar“, Reykjavík, 1900.