Skírnir - 01.01.1948, Page 15
Skírnir
Ari Þorgilsson fróði
13
in er upp hér að framan. Þar stendur: „Svá settu þeir
Ketill byskup ok Þorlákr byskup,“ o. s. frv. Það þýðir auð-
vitað ekki, að biskuparnir hafi gert Kristinréttinn að lög-
um, heldur að þeir hafi samið hann og fengið hann lög-
giltan. Þetta hefur hver maður skilið á dögum Ara. Hvað
Skafta að öðru leyti snertir, þarf ekkert að vera rangt í
því, sem um hann er sagt. Lögsögumaður hafði ekkert
dómsvald, en hann varð að vera við höndina, þegar dómar
sátu, og fræða dómendurna um lögin, ef þeir æsktu þess,
og gat því haft áhrif á úrskurð þeirra um sýknu eða sekt.
Þetta hlutverk lögsögumannsins svarar að nokkru leyti
til starfs réttarforseta við kviðdóma nú á dögum; hann á
að segja kviðdóminum, hvað séu lög og hvert gildi sé
vitnaleiðslunnar, og getur þannig haft mjög mikil áhrif
á úrslitin. Auk þess hafði lögsögumaður forsæti í Lög-
réttu, og ef hann var röggsamur og einbeittur, gat hann
haft mikil áhrif á löggjöfina.
Níundi kapítuli (Frá ísleifi byskupi) segir frá fyrsta
íslenzka biskupinum, Isleifi Gissurarsyni, og gerðum hans,
og ennfremur eru þar taldir næstu fjórir lögsögumenn
(1063-1083).
Tíundi kapítuli (Frá Gissuri byskupi) segir frá Gissuri
biskupi Isleifssyni, setningu tíundarlaganna, stofnun
biskupsstóls í Skálholti og seinna annars á Hólum, og
manntali því, er biskup lét gera um land allt á mönnum
þeim, er þingfararkaup áttu að gjalda. Þá eru taldir
næstu fjórir lögsögumenn (1063-1123) og sagt frá ritun
laganna hjá Hafliða Mássyni og samþykkt þeirra í Lög-
réttu. Þá er getið dauða Gissurar biskups og biskups-
vígslu þeirra Jóns Ögmundssonar og Þorláks Runólfs-
sonar. Kapítulinn endar með tímatalsreikningi samtíma-
viðburða erlendis, og loks með orðunum: Hér lýksk sjá
bók.
I hinu forna handriti, sem síra Jón Erlendsson gerði
afrit sín eftir, stóðu á eftir enda Islendingabókar: „Kyn
byskupa Islendinga ok áttartala", og „Nöfn langfeðga
Ynglinga ok Breiðfirðinga“ (þ. e. ættartala Ara sjálfs).