Skírnir - 01.01.1948, Side 16
14
Halldór Hermannsson
Skírnir
En þessar viðbætur hafa ekki heyrt til þessari Islendinga-
bók. Það er mögulegt, að ættartala biskupanna og greinin
um Harald hárfagra, sem skotið er inn milli formála Ara
og kapítulatölunnar, séu úr hinni eldri íslendingabók, en
ættartala Ara gat ekki átt þar heima.
Hin eldri gerð íslendingabókar er því miður glötuð, og
er það tilfinnanlegt tjón. Svo er þó almennt talið, að það
sé sú bók, sem Snorri Sturluson lýsir í formálanum fyrir
Heimskringlu. Það er nauðsynlegt að taka hér upp þá lýs-
ingu til samanburðar. Svo ritar Snorri:
„Ari prestr hinn fróði Þorgilsson, Gellissonar, ritaði
fyrstr manna hér á landi at norrœnu máli frœði, bæði forna
ok nýja; ritaði hann mest í upphafi sinnar bókar um íslands
byggð ok lagasetning, síðan frá lögsögumönnum, hversu
lengi hverr hafi sagt, ok hafði þat áratal fyrst til þess, er
kristni kom á ísland, en síðan allt til sinna daga. Hann
tók þar ok við mörg önnur dœmi, bæði konunga ævi í Nór-
egi ok Danmörk ok svá í Englandi, eða enn stórtíðindi, er
görzk höfðu hér á landi, ok þykkir mér hans sögn öll merki-
ligust; var hann forvitri ok svá gamall, at hann var fœddr
næsta vetr eptir fall Haralds konungs Sigurðarsonar. Hann
ritaði, sem hann sjálfr segir, ævi Nóregs konunga eptir sögn
Odds Kolssonar Hallssonar af Síðu; en Oddr nam at Þor-
geiri afráðskoll, þeim manni, er vitr var ok svá gamall, at
hann bjó þá í Niðarnesi, er Hákon jarl hinn ríki var drep-
inn. I þeim sama stað lét Óláfr konungr Tryggvason efna
til kaupangs, þar sem nú er. Ari prestr kom 7 vetra gam-
all í Haukadal til Halls Þórarinssonar ok var þar 14 vetr.
Hallr var maðr stórvitr ok minnigr; hann munði þat, er
Þangbrandr prestr skírði hann þrevetran; þat var vetri
fyrr en kristni væri í lög tekin á íslandi. Ari prestr var
12 vetra gamall, þá er ísleifr byskup andaðisk. Hallr fór
milli landa ok hafði félag Óláfs konungs hins helga ok
fekk af því uppreist mikla; var honum því kunnigt um
ríki hans. En þá er ísleifr byskup andaðisk, var liðit frá
falli Óláfs konungs Tryggvasonar nær 80 vetra. Hallr
andaðisk 9 vetrum síðar en ísleifr byskup; þá var Hallr