Skírnir - 01.01.1948, Síða 17
Skírnir
Ari Þorgilsson fróði
15
at vetratali nírœðr ok 4 vetra; hann hafði gert bú í Hauka-
dal þrít0gr ok bjó þar 60 vetra ok 4 vetr. Svá ritaði Ari.
Teitr, son ísleifs byskups, var með Halli í Haukadal at
fóstri ok bjó þar síðan; hann lærði Ara prest, ok marga
frœði sagði hann honum, þá er Ari ritaði síðan. Ari nam
ok marga frœði at Þuríði dóttur Snorra goða; hon var
spök at viti; hon munði Snorra föður sinn, en hann var
þá nær hálffertpgr, er kristni kom á ísland, en andaðisk
einum vetri eptir fall Óláfs konungs hins helga. Þat var
eigi undarligt, at Ari væri sannfróðr at fornum tíðendum,
bæði hér ok útan lands, at hann hafði numit at gömlum
mönnum ok vitrum, en var sjálfr námgjarn ok minn-
igr.“
Af þessum orðum Snorra þykir mega ráða, að hér sé
átt við íslendingabók hina eldri. Sú bók hefur líklega ekki
orðið víða kunn; það er jafnvel sennilegast, að eina hand-
ritið af henni hafi geymzt í ættinni og Snorri fengið það
hjá Hallfríði Þorgilsdóttur. Má heimfæra margt í lýsingu
hans upp á hina seinni bók; en hin fyrri hefur haft „kon-
unga ævi“, sem sleppt er í hinni seinni, þó að ofurlitlar
leifar af því megi finna jafnvel í henni. Ættartölu nefnir
Snorri ekki, auðvitað af því, að það var íslenzkt efni, sem
ekki snerti þá sögu, sem hann var að rita.
íslendingabók, sem við höfum, er sannkallað meistara-
verk og á ekki sinn líka í miðaldabókmenntum og þó lengra
sé leitað niður á við. Hún fullnægir eiginlega vísindaleg-
um kröfum nútímans til sagnaritunar. Heimildir hafði
Ari engar skrifaðar, en í stað þess leitar hann til munn-
legra frásagna þeirra manna, er samtíða voru viðburðun-
um eða höfðu sannar sögur af þeim frá eldri mönnum, og
heimildarmenn sína nefnir hann alla. En seinni tíma menn
hafa misskilið þetta rit hans og talið það eiga að vera al-
menna sögu Islands fram á hans daga (1120), og hefur
auðvitað nafn bókarinnar gefið tilefni til þess. Ef svo
væri, hefði Ari sannarlega stiklað á stóru og hlaupið yfir
margt, sem hann hefði átt að geta um. En þetta hefur alls
ekki verið tilgangur hans með ritinu. Þegar við athugum