Skírnir - 01.01.1948, Síða 18
.16
Halldór Hermannsson
Skírnir
það nákvæmlega, er hægt að sjá, að rauði þráðurinn í því
er að gefa yfirlit yfir aðdraganda og setningu þeirra
laga, sem merkust voru og í gildi, þegar ritið var samið;
efni laganna tekur hann ekki upp í bók sína, það stóð
þegar ritað á skrám. Það er eftirtektarvert, að úrelt lög
getur Ari ekki um. Inn í þessa frásögn eru sett embættis-
ár allra lögsögumanna fram að þeim tíma. Til þess að
festa tímatalið sem bezt, tók Ari dæmi frá ríkisárum út-
lendra konunga og ýmsum viðburðum á þeirra dögum.
Auk þess tók hann með ýmsar ættartölur, en við getum
nú ekki sagt með neinni vissu, hverjar þær hafi verið eða
hve margar. Mér er næst að halda, að þær hafi ekki verið
ýkjamargar. Ég hygg, að samning íslendingabókar standi
í nánu sambandi við lagaritun þeirra tíma, og sérstaklega
við Kristinréttinn, sem þá var á döfinni, enda er biskup-
anna tveggja getið sem hvatamanna að báðum ritunum.
Eftir að þjóðveldið var sett á stofn, var kristintakan hið
mikilvægasta og afdrifamesta lagaboð, og því eðlilegt, að
lengst sé ritað um aðdraganda þess, enda stóð það efni
biskupunum næst.
Af formála Ara er það auðséð, að biskuparnir Ketill og
Þorlákur hafa beðið hann að semja íslendingabók. Þegar
hann hafði lokið ritinu, sýndi hann það biskupunum og
Sæmundi fróða; líkaði þeim það vel og vildu hafa það eins
og það var (svá at hafa) að öðru en því, að þeir vildu auka
nokkru við það og sleppa ættartölu (sjálfsagt hér safn-
heiti fyrir ættartölur) og konunga ævi. Það hefur þeim
þótt standa fyrir utan tilgang ritsins. Þess vegna reit Ari
hina síðari íslendingabók um hið sama efni, og bætti
nokkru við, sem hann hafði fengið frekari upplýsingar
um, og sleppti því, sem biskuparnir vildu láta sleppa. Þar
sem hin fyrri bók er glötuð, er ómögulegt að vita, hverju
biskuparnir vildu láta bæta við og hverju Ari bætti við
frá eigin brjósti, ekki heldur neitt ákveðið um ættartöl-
urnar né konunga ævi. Það hefur verið mikið deilt um
þennan formála, en hann er alls ekki svo myrkur eins og
menn hafa viljað gera hann. Það eru aðallega útlendingar,