Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 19
Skírnir
Ari Þorgilsson fróði
17
sem hafa verið að spreyta sig á því að skýra hann og sýna
með því lærdóm sinn og skarpskyggni, og það er undar-
legt að sjá, hvernig merkir vísindamenn eins og Andreas
Heusler1) og Hermann Schneider2) hafa flaskað á þessu.
Fyrir Islendinga virðist hann alls ekki svo torráðinn, en
þó hafa sumir þeirra misskilið sumt í honum.
Það er mikið mein, að við vitum ekki, hvenær Kristin-
rétturinn var lögtekinn. Við getum komizt næst því með
því að segja, að það hafi verið í biskupstíð þeirra Ketils
og Þorláks 1122-1133. Sumir halda, að hann hafi verið
leiddur í lög 1125, og finnst mér renna nokkrar stoðir
undir það, eins og síðar mun getið. Það stendur líkt á með
Islendingabók, við getum ekki með fullri vissu tímasett
ritun hennar nákvæmar en frá biskupstíð biskupanna,
sem höfðu hvatt til þess, að hún var samin. Fyrri gerð
hennar hafa menn þó almennt talið að væri frá miðjum
þriðja áratug tólftu aldar, en seinni gerðina telja flestir
ritaða eftir Alþing 1134. Ástæðan til þess er sú, að í henni
er sagt, að Goðmundur Þorgeirsson hafi haft lögsögu í
tólf ár, 1123-1134. Þetta er þó næsta ótrúlegt, því að þá
hefði Ari ekki lokið við þessa gerð hennar fyrr en þeir
Þorlákur biskup og Sæmundur fróði voru dauðir; þeir
dóu báðir 1133. Hins vegar var mjög auðvelt að skjóta
þessu áratali inn í texta bókarinnar. Annaðhvort gat Ari
gert það sjálfur eða einhver, sem átti handrit af henni.
Hungurvaka (kap. XI) segir svo frá setningu Kristin-
réttar:
„Þorlákr byskup ruddi til þess á sínum dögum, at þá
var settr ok ritaðr kristinna laga þáttr, eptir hinna vitr-
ustu manna forsjá á landinu ok umráðum Özurar erki-
byskups, ok váru þeir báðir viðstaddir til forráða, Þorlákr
byskup ok Ketill byskup.“
Það má líklega ráða það af þessum orðum, að Þorlákur
biskup hafi átt frumkvæðið að kristinréttinum. Það er
1) Arkiv för nordisk filologi, XXIII, 1907, bls. 319-37.
2) Zeitschrift fiir deutsches Altertum, LXVI, 1929, bls. 69—92.
2