Skírnir - 01.01.1948, Page 22
20
Halldór Hermannsson
Skírnir
legt yfirlit yfir löggjöf landsins fram að þeim tíma, sem
lögin voru rituð. Þess vegna munu þeir hafa beðið Ara
um að skrifa slíkt yfirlit. Þetta sýnist mér hin sennilega
skýring á því, hvernig íslendingabók varð til. En biskup-
ana hefur líklega ekki dreymt fyrir því, hvaða þýðingu
þessi litla bók mundi hafa. Til allrar hamingju var þá sá
maður uppi, sem leysti þetta verk svo vel af hendi, að þessi
litla bók hans varð leiðarstjarna í sögu þjóðarinnar og
fyrir sagnaritun hennar og vísaði þannig bæði aftur og
fram í tímann.
Það er sjálfsagt Ari, sem hefur sett yfirskriftina Inci~
'pit libellus Islandorum yfir rit sitt. Þetta hefur orðið til
þess, að sumir ritskýrendur hafa haldið því fram, að hann
hafi kallað fyrri gerðina liber (bók) en hina seinni libelhcs
(bækling) af því að hún hafi verið svo miklu minni. Það
er engin ástæða til að ætla, að svo hafi verið. Formáli
hans sýnir, að hann hefur kallað báðar gerðirnar íslend-
ingabók og hefur sjálfsagt notað sama latneska nafnið
um báðar, enda eru öll líkindi til, að á þeim hafi ekki ver-
ið svo ýkjamikill stærðarmunur. En það er annar latnesk-
ur titill, sem bók hans hafði í hinum fyrstu prentuðu út-
gáfum af henni. Það er Schedæ. Ástæðan til þess var sú,
að báðar afskriftir síra Jóns í Villingaholti hafa yfir-
skriftina Schedæ Ara prests fróda, og við enda þeirra
hefur hann skrifað þetta: „Þessar Schedæ Ara prestz
fróda og frásögn er skriffud epter hans eigin handskrifft
á bókfelle (ad menn meina) í Willingahollti aff Jóne
preste Ellendssyne Anno Domini 1651 mánudaginn næst-
an epter Dominicam Jubilate. Jón Ellendsson p. Mpp.“
Það er nú talið víst, að handritið, sem skrifað var eftir,
hafi ekki verið eiginhandarrit Ara; það hefur líklega ver-
ið skrifað um 1200. En hvaðan stafar þessi titill? Hann
getur ekki verið frá Ara, því að ekki hefði hann kallað
sig sjálfur „fróða“. Menn hafa almennt talið, að hann
hafi verið settur þar af síra Jóni eða öllu heldur af Brynj-
ólfi biskupi. Mér finnst þó næsta ólíklegt, að þeir hafi
notað þetta orð um heilt handrit, sem afskrifað var, því