Skírnir - 01.01.1948, Síða 24
22
Halldór Hermannsson
Skímir
Það er óhjákvæmilegt, að Ari hafi notað slíka aðferð við
samningu annars rits síns, Landnámu, eins og nú skal vik-
ið að.
III.
f fornritum, sem varðveitzt hafa, er þess hvergi getið,
að Ari hafi skrifað Landnámu, nema í eftirmálanum við
Landnámu Hauksbókar. Þar ritar Haukur lögmaður svo:
„Nú er yfir farit um landnám þau, er verit hafa á fs-
landi, eptir því sem fróðir menn hafa skrifat, fyrst Ari
prestr inn fróði Þorgilsson ok Kolskeggr inn vitri. En
þessa bók ritaða [ek] Haukr Ellinzson eptir þeiri bók,
sem ritat hafði herra Sturla lögmaðr, inn fróðasti maðr,
ok eptir þeiri bók annarri, er ritat hafði Styrmir inn fróði,
ok hafða ek þat ór hvárri, sem framar greindi, en mikill
þori var þat, er þær sögðu eins báðar, ok því er þat ekki
at undra, þó þessi Landnámabók sé lengri en nökkur önnur.“
Svo er að sjá sem flestir nútímamenn hafi tekið gilda
þessa frásögn Hauks um að Kolskeggur Ásbjarnarson
hafi ritað vissan hluta Landnámu, enda stendur það í öll-
um gerðum hennar, að hann hafi sagt fyrir um landnámin
milli Húsavíkur eystri og Jökulsár á Sólheimasandi; en
menn hefur greint á um það, hvort hann hafi skrifað þetta
sjálfur eða það sé byggt á munnlegri frásögn hans. En
öðru máli hefur þótt gegna um Ara. Menn hafa haldið því
fram, að Haukur hafi lifað svo löngu eftir dauða hans,
að hann hafi ekki getað vitað um þetta með vissu, en bara
getið þessa til. Þetta er auðvitað alveg út í bláinn. Það
verður að færa einhver gild rök fyrir því, að Haukur hafi
ekki rétt fyrir sér í þessu, og þau hafa ekki hingað til ver-
ið gefin. Röksemdaleiðsla Finns Jónssonar er vissulega
ekki mikils virði, þegar hann ritar: „Endnu mindre be-
tydning [for tilblivelsen af Landnáma] har det, at Haukr
i slutningen af sin bog siger, at Are har skrevet om land-
nam, ti hans tilfþjelse, at det har Kolskegg ogsá gjort,
svækker Hauks udsagn eller rettere tilintetgþr dette, ti
det stár fast, at Kolskegg ikke har skrevet noget. Udsag-