Skírnir - 01.01.1948, Page 25
Skírnir
Ari Þorgilsson fróði
23
net er blot en formodning af Haukr, der kun r0ber hans
litterære ukyndighed.“ x) Á öðrum stað rítar Finnur: „En-
hver tanke om Are frode som den egentlige forfatter til
vor Landnáma má opgives . . . At g0re [Kolskegg] til Are
frodes hjemmelsmand er kun en formodning, der ikke
g0res sandsynligere derved, at han ikke nævnes i den
yngre íslendingabók. Det er intetsomhelst, der peger pá
nogen forbindelse mellem ham og Are.“ 1 2) Eins og hver
maður getur séð, hrekur þetta á engan hátt frásögn
Hauks. Þess er að gæta, að þeir Ari og Kolskeggur voru
samtímis; svo hefur verið talið, að Kolskeggur hafi lifað
fram um 1130. Ef Kolskeggur hefur innan þess tímatak-
marks skrifað eða sagt fyrir um landnámin í Austfirð-
ingaf jórðungi, en um hina f jórðungana hafi ekki verið rit-
að fyrr en í byrjun 13. aldar, eins og Finnur Jónsson
heldur fram, þá er Kolskeggur meiri maður en menn hafa
talið, því að þá er það hann, sem hefur lagt grundvöllinn
að Landnámu og ráðið niðurskipan hennar. En þetta er
mjög ósennilegt. Það hefur verið einhver maður, sem rit-
aði um landnámin í hinum fjórðungunum á sama tíma, og
enginn, sem við þekkjum, er líklegri til þess en einmitt
Ari fróði. Þannig eru það líkindin, sem styðja frásögn
Hauks, og því þarf mjög sterk rök til að vefengja hana
eða hrinda henni.
Eiginlega var það Konráð Maurer, sem kom fram með
þær skoðanir um Landnámu,3) sem Finnur Jónsson fylgdi
og lagði fram í bókmenntasögum sínum og útgáfum af
Landnámu. Maurer gerði alltof mikið úr stærð hinnar
fyrri íslendingabókar, hugði, að þar hefði verið mesta
mergð af ættartölum, og hinn óþekkti höfundur Land-
námu hefði tekið þær upp í bók sína, en Ari hefði aldrei
ritað sérstaka Landnámu. Maurer hugði, að niðurskipun
efnisins í Landnámu (Sturlubók og Hauksbók) bæri þess
1) Landnámabók íslands, 1925, bls. xv.
2) Landnámabók, 1900, bls. xliv.
3) Ritgerðir Maurers um Ara voru prentaðar í Germania, XV,
1871, bls. 291-321, og XXXVI, 1891, bls. 61-96.