Skírnir - 01.01.1948, Side 26
24
Halldór Hermannsson
Skímir
merki, að fylgt hefði verið Islendingabók; þar hefði land-
nám Ingólfs verið talið fyrst, og svo gerðu þessar tvær
gerðir Landnámu. Það hefði leitt til þess, að Sunnlend-
ingafjórðungi var skipt í tvennt, fyrsti hluti við byrjun
bókarinnar, hinn við endann. En nú hafði Melabók aðra
niðurskipun efnisins; hún byrjaði með Sunnlendingafjórð-
ungi við Jökulsá á Sólheimasandi og endaði með Austfirð-
ingafjórðungi við Jökulsá. Björn M. Ólsen hélt því fram,
að þetta væri hið upprunalega fyrirkomulag, en þó vildu
menn ekki fallast á það, því að mögulegt var, að skrifari
Melabókar hefði tekið þetta upp hjá sjálfum sér. Loks
sýndi Ólsen í grein, sem birtist að honum látnum,1) að
gerðin, sem Sturlubók var byggð á, hafi haft sama fyrir-
komulag, því að skrifarinn hafði í athugaleysi vísað til
kvonfangs Gnúps sonar Moldar-Gnúps, „sem fyrr er rit-
at“, en þess var þar getið seinna, af því að niðurskipun
efnisins hafði verið breytt, Sunnlendingafjórðungi skipt
í tvennt. Þetta sannfærði loks Finn Jónsson, svo að hann
fylgdi fyrirkomulagi Melabókar í útgáfunni 1925. Þannig
var þá fallin aðalástæða Maurers fyrir því, að Landnáma
væri að miklu leyti útdráttur úr Islendingabók fyrri.
Guðbrandur Vigfússon kvað víst einna fyrstur ákveðið
upp úr með það, að Ari væri höfundur Landnámu: „The
suggestion that Ari only began the work is idle, for the
whole book is of one cast, and the conception of such an
undertaking, unique in the whole field of literature as it
is, must be due to a single mind.“ 2) Síðan varð Björn M.
Ólsen manna mest til að verja þá skoðun, að Ari hefði
samið Frum-Landnámu, og færði fyrir því veigamikil
rök.3) — Enginn varð til þess að svara Ólsen né hrekja
1) „Landnámas oprindelige disposition“, i „Aarb0ger for nordisk
oldkyndighed og historie", 1920, bls. 283—300.
2) Sturlunga saga, 1878, I, bls. xxx-xxxi.
3) Ritgerðir Ólsens um Ara: „Ari Þorgilsson hinn fróði“, Tíma-
rit hins ísl. Bókmenntafél., X, 1889, bls. 214-40. — í Aarbdger for
nord. oldkyndighed og historie: „Om forholdet mellem de to bear-
beidelser af Ares Islændingebog", 1886, bls. 343-71; og „Om Are
frode“, 1894, bls. 207-352.