Skírnir - 01.01.1948, Síða 28
26
Halldór Hermannsson
Skírnir
er. I sínum fróðlegu og skemmtilegu ritum um landnám
í Skagafirði og á Snæfellsnesi hefur Ólafur Lárusson bent
á ýmislegt, sem áfátt er þar að þessu leyti.1) En nú er
fyrst þess að gæta, að margt hafði gleymzt á tímabilinu
frá landnámunum til þess er Landnáma var rituð, á ná-
lega tveim öldum. f öðru lagi var það enginn hægðarleik-
ur á tólftu öld að fá nákvæmt yfirlit yfir landið, þótt menn
ferðuðust um það; það var seinfarið á hestbaki yfir vega-
leysur og alls konar torfærur. Því meir hlýtur maður að
dást að þeirri nákvæmni, sem finna má í Landnámu.2)
Rit eins og Landnáma hlýtur þegar í upphafi að hafa
verið áformað af einum manni, og enginn er líklegri til
að hafa gert það en Ari fróði, eins og Haukur lögmaður
segir. Nú vildi svo til, að einmitt um þær mundir, sem ætla
má, að Ari hafi verið að safna. efninu í Landnámu, fór
fram staðfræðileg skipting landsins í kirkjusóknir. Þegar
biskupsstóll hafði verið settur í Skálholti og tíundarlögin
samþykkt af Alþingi 1096 eða 1097, varð að koma föstu
skipulagi á biskupsdæmið. Biskup átti að ákveða takmörk
kirkjusóknanna. Þetta varð ekki gert heima í Skálholti,
biskup og aðstoðarmenn hans urðu að ferðast um landið
til að koma þessu á. Það hefur verið mikið verk og erfitt,
en þó fara engar sögur af því; það hefur sjálfsagt farið
fram með friði og spekt, og því ekki þótt í frásögur fær-
andi. Nú lítur út fyrir, eins og áður hefur verið tekið
fram, að Ari hafi verið handgenginn Gissuri biskupi,3)
1) „Landnám í Skagafiroi", Reykjavík 1940. — „Landnám á
Snæfellsnesi". Reykjavík 1945.
2) Nokkurn veginn hliðstætt rit Landnámu er „Bidrag til en
historisk-topografisk beskrivelse af Island“, eftir Kr. Kaalund.
Hann hafði kort Björns Gunnlaugssonar að styðjast við og mesta
fjölda af skrifuðum og prentuðum heimildum, meðal annars allná-
kvæmar lýsingar á sóknum, sýslum og héruðum. En öðruvisi hefði
rit hans orðið, ef hann hefði stuðzt við allt þetta eingöngu og ekki
ferðazt um landið og séð sjálfur staðina.
3) Eitt atriði í kaflanum um Gissur biskup er eftirtektarvert í
þessu sambandi. Þar stendur: „En þá var nafn hans rétt. at hann
hét Gisrþðr. Svá sagði hann öss.“ Þetta „oss“ bendir auðsjáanlega