Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 29
Skírnir
Ari Þorgiisson fróði
27
og því liggur nærri að ætla, að hann hafi tekið þátt í þessu
verki, og að þaðan stafi hin mikla staðfræðilega þekking,
sem Landnáma ber svo ljóst vitni um. Ari hefur líklega
ferðazt um þrjá fjórðunga landsins, en af einhverjum
ástæðum ekki um Austfirðingafjórðung og því notið þar
aðstoðar Kolskeggs Ásbjarnarsonar.
Það er næsta ótrúlegt, að Gissur biskup og aðstoðar-
menn hans hafi lagt alla sóknaskiptinguna og allt, sem
henni var samfara, á minnið. Þeir hljóta að hafa fært það
að meira eða minna leyti í letur. Sama má segja um Ara,
ef hann var þar með í för. Hann hefur ritað minnisgreinar
um allt það, sem hann sá og heyrði á ferðum sínum. Síðan
hefur hann fært það allt til bókar, og þannig hefur Land-
náma orðið til. Hvenær hann lauk við hana, er ekki auðið
að segja með vissu, en líklegt er, að hann hafi verið að
safna fróðleik svo lengi sem honum entist aldur. Það er
alveg heimildarlaus hugmynd Maurers, að hann hafi orð-
ið snemma of hrumur til andlegra starfa. Annars lítur út
fyrir, að Landnáma hafi verið lítið þekkt á tólftu öld, enda
fengust menn þá mest við að rita helgar þýðingar og kon-
unga sögur. Um aldamótin 1200 fara menn að veita meiri
athygli íslenzkum fræðum, og má vera, að það sé því að
þakka, að þá tók Styrmir fróði Landnámu Ara til með-
ferðar og gerði hana kunna, og svo byrja menn fyrir al-
vöru að rita íslendingasögur.
Engin þjóð á slíka heimild um uppruna sinn eins og
Islendingar þar sem er Landnámabók. Því miður er Frum-
Landnáma ekki lengur til, og næsta gerð hennar, Styrmis-
bók, er líka glötuð að öðru en því, að hún hefur verið tek-
in upp í Sturlubók, Hauksbók og Melabók. í öllum þessum
gerðum hafa ættartölurnar verið stórum auhnar, en stað-
fræðinni hefur líklega verið tiltölulega lítið breytt. Það
hefði verið gaman á þessu dánarafmæli höfundarins að
gera tilraun til að endurreisa texta Frum-Landnámu. En
það yrði víst erfitt verk, ef ekki ógerningur.
til handgenginna manna biskupi eða aðstoðarmanna hans, þar á
meðal Ara.