Skírnir - 01.01.1948, Síða 30
28
Halldór Hermannsson
Skírnir
IV.
Svo hafa sumir talið, að Ari hafi skrifað konungabók
eða konunga sögu. Ástæðan til þess hefur verið sú, að
menn héldu, að „konunga ævi“, sem hann sleppti í seinni
gerð íslendingabókar, hafi verið allmikil umfangs, og hafi
hann síðan gert af þessu sérstaka bók. Þetta er mjög ólík-
legt. „Konunga ævi“ hefur sjálfsagt verið nokkuð líks
efnis og „ævi allra lögsögumanna", sem er svo að segja
eingöngu nöfn þeirra og embættisár. Þannig hefur „kon-
unga ævi“ greint ríkisár konunganna og jafnframt ein-
staka viðburði, sem gerðust á þeirra dögum, og má jafnvel
finna leifar af þessu í seinni gerðinni. Þetta eru „dæmin“,
sem Snorri kallar svo. Það er eftirtektarvert, að þar sem
vitnað er til Ara í konunga sögunum, er það hér um bil
eingöngu viðvíkjandi tímatali. Af núlifandi mönnum man
ég ekki eftir neinum, sem heldur því fram, að Ari hafi rit-
að konunga sögur, nema Johan Schreiner, en getgátur
hans þar að lútandi eru fjarri öllum líkum.1)
Við höfum beðið mikið tjón við það, að svo mikið af
fornritum okkar hefur glatazt eða einungis varðveitzt í
brotum. Ég held, að einna tilfinnanlegasta tjónið hefði
verið, ef Islendingabók hefði týnzt með öllu. Þar skall þó
hurð nærri hælum. Brynjólfur biskup fann á 17. öld skinn-
handrit af henni, líklega frá því um 1200, og lét síra Jón
í Villingaholti gera tvær afskriftir af því; síðan hvarf
gamla handritið og hefur aldrei komið aftur í leitirnar. Ef
íslendingabók hefði ekki þannig verið bjargað, hefðum
við haft næsta óljósar hugmyndir um Ara; við hefðum
þekkt hann bara af formála Snorra og tilvitnunum til
hans hér og hvar í ritum. Til allrar hamingju höfum við
íslendingabók hina síðari, og hún gefur okkur skýra mynd
af höfundinum og vinnubrögðum hans — þessum gáfaða,
1) „Tradisjon og saga om Olav den hellige", Oslo 1926, bls. 5—13.
— „Saga og oldfunn. Studier til Norges eldste historie", Oslo 1927,
bls. 60-85.