Skírnir - 01.01.1948, Page 32
Einar Ól. Sveinsson
Á ártíð Ara fróða
Erindi jlutt í Háskóla Islands 9. nóvember 1948
í ártíðaskrá Helgafells stendur við 9. nóvember nafn
Ara prests hins fróða.
Ártíðaskrárnar fornu voru gerðar af kirkjunnar mönn-
um og greindu frá dánardögum manna og kvenna. Þetta
var gert til þess að minna á, að syngja skyldi sálumessu
fyrir hinum látna eða menn skyldu minnast hans í bæn-
um sínum. Á þessum degi hafa klerkarnir á Helgafelli
minnzt Ara fróða, og í dag skulum við gera hið sama, þó
að með öðrum hætti sé. Og það er því meiri ástæða til þess
nú en þennan sama dag önnur ár, að nú eru liðnar réttar
átta aldir frá því Ari fróði andaðist, svo sem annálar
votta. Væntanlega þarf Ari ekki okkar fyrirbæna við, hitt
er heldur, að við þurfum verka hans við enn í dag, og það
er Ijúf skylda að minnast hans nú við þetta tækifæri og
þess, sem íslendingar — og raunar miklu fleiri en þeir
einir — eiga honum að þakka.
Það er ekki gaman að guðspjöllunum, sagði kerlingin,
því að enginn er í þeim bardaginn. Ari var ekki bardaga-
maður, og ævi hans var ekki söguleg í þeim skilningi, að
hann stæði í stórdeilum eða styrjöld, sem frásagnir gangi
af. En ævi hans var þó söguleg í öðrum skilningi, hann
vann merkilegt menningarstarf og studdi aðra í menn-
ingarstarfi. Afrek herforingjans er eins og logandi eldur,
sem blossar upp í svip, slokknar síðan og skilur ösku eina
eftir. En menningarstarfið er lítillátlegt að sjá, það er
eins og iðja sáðmannsins, en upp af fræjunum, sem hann
leggur í moldina, getur þó sprottið hávaxið tré, sem lifir